fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Davíð Þór: „Kirkjan er ekki að selja fólki hugarburð“

Segir hatursummæli gagnvart kirkjunni stafa af vanþekkingu

Auður Ösp
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Besti áróðurinn fyrir kirkjuna er starf kirkjunnar, ekki orð hennar,“ segir Davíð Þór Jónsson héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi en hann segir leitt að verða dagsdaglega vitni að ótal hatursyfrlýsingum sem varða störf þjóðkirkjunnar en sá fjandskapur komi bæði fram í ræðu og riti. Þá segist hann reglulega vera ásakaður um að hafa sótt í prestsembættið vegna löngunar í auð og völd. Hann segir ummælin lýsandi fyrir þá vannþekkingu sem ríki gagnvart starfi og hlutverki kirkjunnar.

Í pistli sem birtist á Herðubreið segir Davíð að nú sé komið rúmt ár síðan hann tók við embættinu. Á þessu ári hafi hann í ófá skipti orðið vitni að fjandskap gagnvart kirkjunni og það hafi komið honum á óvart. „Það er niðurdrepandi að leggja sig fram í starfi af heilindum og köllun og finnast maður gera gagn og hjálpa, en fá það svo yfir sig að allt sem maður geri sé til aðeins ama og tjóns,“ segir hann og bætir við að þessi fjandsamlega gagnrýni komi einkum fram á netinu en ekki í hans daglega starfi í Fjarðarbyggð.

„Það er ekki fyrr en ég fer á internetið sem skammirnar hellast yfir mig og ég les með reglulegu millibili að ég sé málaliði heimsveldis hins illa sem snúist aðeins um peninga og völd og sjálfur hafi ég valið mér starf vegna ágirndar í efnisleg gæði en ekki af köllun andans – rétt eins og reynslan sýni að prestsembætti sé auðfengnasta og óbrigðulasta ávísunin á auð, vinsældir og virðingu sem í boði sé.“

Þá segir hann að andstætt við það sem margir halda þá sé trú ekki hugarburður heldur raunverulegt fyrirbæri og og mikill mótunarþáttur í sögu samfélagsins og þroska og líðan einstaklinga.

„Kirkjan er ekki að selja fólki hugarburð. Kirkjan er vettvangur til að iðka trú og stofnun sem starfar í trú og kærleika. Kærleikurinn er ekki heldur hugarburður.“

Þá bendir hann á það hvernig fjöldi manns leitar til kirkjunnar og fær þar hjálp. „Þegar fólkið, sem kemur til mín með reglulegu millibili til að fá hjálp við að vinna úr samskiptavandræðum sínum og reyna að bjarga hjónabandi sínu, les fullyrðingar á netinu um að fráleitt sé að réttlæta tilvist kirkjunnar með því að hún gegni einhverju sálgæslu- eða ráðgjafarhlutverki veit ég að það hristir hausinn og sér að sá sem þannig talar veit ekkert í sinn haus. Það sama gildir um fólkið sem til að líða betur þarf kannski aðeins einhvern sem hlustar á sorg þess eða viðbrögð við áfalli eða missi – og gerir það ókeypis.“

„Kirkjan vinnur gott og þarft verk. Ég held að við ættum að halda áfram að vinna verk okkar í hljóði og af auðmýkt og að láta verkin tala,“ segir Davíð Þór jafnframt en pistil hans má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Gaf Díegó í jólagjöf
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi