fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Neikvæð umsögn á TripAdvisor er á miklu flugi á netinu – „Hér er fallegt en af hverju er ekki McDonald‘s hér?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 07:00

Llyn Geirionydd. Mynd:Dot Potter/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulega neikvæð umsögn á TripAdvisor er á miklu flugi á Internetinu þessa dagana og margir velta fyrir sér hvort hér sé um grín að ræða eða alvöru. Margir nýta sér TripAdvisor þegar kemur að því að ákveða hvert á að fara í frí, hvar á að borða og gista og hvað er þess virði að skoða.

Á síðunni er hægt að lesa umsagnir frá venjulegu fólki um hvað því finnst um eitt og annað tengt ferðalögum. Ef farið er eftir umsögninni sem hér er fjallað um þá er rétt að halda sig víðs fjarri Llyn Geirionydd vatninu í Wales. 26 hafa gefið staðnum umsögn og af þeim gáfu tveir honum umsögnina „í meðallagi“ og „hryllilegt“. Það er einmitt „hryllilegt“ umsögnin sem hefur vakið mikla athygli.

„Fór að vatninu um mitt sumar þegar það var enn kalt. Hvað er í gangi?!?! Ég varð að fara upp margar brekkur til að komast að því OG ÞAÐ VAR EKKERT FARSÍMASAMBAND,“ skrifar viðkomandi sem finnst greinilega gaman að skrifa með hástöfum því áfram er haldið með hástöfum: „OG ÞAÐ VORU ALLT OF MARGIR STEINAR.“

Því næst víkur að matarmálum og er hinn allt annað en jákvæði umsagnaraðili ekki sáttur við þau. „Mig langaði í McDonald‘s en það var enginn þarna. Hvernig á ég að hjálpa til við að endurreisa efnahagslífið ef það er enginn McDonald‘s? Það væri líka í lagi að vera með KFC eða Burger King eða bara Subway í staðinn.“

Viðkomandi játar þó að landslagið sé fallegt en það hafi þó haft sína galla. „Það var fallegt en það truflaði mig og kajakinn minn valt, sem var mjög óheppilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Í gær

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“