fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Mikil aukning kórónuveirusmita í Bretlandi og Rússlandi – Einn stór munur á milli landanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu vikuna eða svo hefur kórónuveirusmitum fjölgað mikið í Bretlandi og Rússlandi. Í báðum löndum greinast nú um og yfir 20.000 smit á sólarhring og er það hið svokallaða Deltaafbrigði veirunnar sem er á bak við flest þeirra. En einn stór munur er á milli landanna hvað varðar smitin og veikindi þeim samfara.

Í Bretlandi hefur dauðsföllum af völdum COVID-19 ekki fjölgað samhliða fjölgun smita og það sama á við fjölda alvarlegra veikra. Í Rússlandi er sagan hins vegar önnur, þar fjölgar bæði dauðsföllum og alvarlega veiku fólki. Á mánudaginn létust 11 af völdum COVID-19 í Bretlandi en í Rússlandi voru það um 600 sem létust. Ástæðan fyrir þessum mun er að í Bretlandi er búið að bólusetja miklu fleiri.

Þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki í janúar voru um 37.000 COVID-19 sjúklingar á breskum sjúkrahúsum. Nú eru þeir um 1.500. Ástæðan fyrir þessum mun er væntanlega að nú er búið að bólusetja um 60% fullorðinna en talið er að bólusetning dragi úr líkunum á að fólk veikist og að það verði minna veikt ef það smitast af veirunni.

Í Rússlandi gengur hægt að bólusetja því margir landsmenn hafa miklar efasemdir um bóluefnin. Þetta hefur nú orðið til þess að yfirvöld hafa gert það að skyldu fyrir fólk sem starfar hjá hinu opinbera og við þjónustustörf að láta bólusetja sig. Ef það gerir það ekki á það á hættu að missa vinnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“