Skýrslan kemur á tíma þar sem hinn áhrifamikla kirkja á í vök að verjast í landinu vegna ýmissa hneykslismála tengdum tilraunum hennar til að hylma yfir ofbeldið og koma í veg fyrir rannsókn á því.
Í tilkynningu kirkjunnar í gær kom fram að Frans páfi hafi fallist á að Zbigniew Kiernikowski, biskup í Legnica, láti af embætti. Áður hafði Vatíkanið rekið fjölda pólskra biskupa úr embætti því þeir höfðu ekki brugðist við tilkynningum um ofbeldisverk presta gegn börnum.
Kaþólska kirkjan í Póllandi hefur nú opinberað tvær skýrslur um ofbeldisverk presta hennar gagnvart börnum. Sú síðari var birt í gær en í henni kemur fram að 368 stúlkur og drengir hafi verið beitt kynferðisofbeldi af prestum frá 2018 til 2020. Helmingur fórnarlambanna var yngri en 15 ára.
Fyrri skýrslan náði yfir árin 1990 til 2018. Í henni kemur fram að 625 börn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu 382 presta. 42 af prestunum koma við sögu í báðum skýrslunum.