fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

„Ég laug að ykkur“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 07:00

Allison Mack. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Allison Mack sér eftir að hafa verið meðlimur í kynlífssöfnuðinum NXIVM og segir það hafa verið stærstu mistök lífsins. Þetta kemur fram í bréfi sem hún sendi dómstól í Bandaríkjunum sem mun kveða upp dóm í máli hennar á morgun.

Margir erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir bréfið frá þessari 38 ára leikkonu. „Ég bið þá afsökunar sem ég fékk til liðs við NXIVM. Mér þykir miður að ég hafi orðið til þess að þið þurftuð að þola þessa grimmdarlegu misnotkun af hálfu þessa manns,“ segir að sögn í bréfinu.

Í bréfinu biður hún einnig nánustu aðstandendur sínar afsökunar fyrir að hafa ítrekað logið þegar þeir reyndu að koma henni úr söfnuðinum. „Ég laug að ykkur,“ segir hún.

Mack var handtekin fyrir þremur árum grunuð um að hafa selt fólk til kynlífsþrælkunar og nauðungarvinnu. Hún hefur játað að hafa fengið konur til að verða kynlífsþrælar Keith Raniere, leiðtoga safnaðarins.

Raniere var dæmdur í 120 ára fangelsi á síðasta ári. Mack var meðal æðstu meðlima safnaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð