Í þessu sambandi beinast sjónirnar aðallega að mRNA-bóluefnunum frá Pfizer/BioNTech og Moderna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature að sögn New York Times.
Fram kemur að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar þurfi bólusett fólk ekki að fá þriðja skammtinn af bóluefninu, eins og sumir töldu hugsanlega þörf á, nema veiran stökkbreytist á afgerandi hátt.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til að fólk, sem hefur verið smitað af veirunni og síðan fengið bóluefni, sé hugsanlega ónæmt fyrir veirunni til æviloka og það jafnvel þótt veiran muni stökkbreytast mikið.
Ali Ellebedy, ónæmisfræðingur við Washington University í St. Louis, segir að rannsóknin hafi aðeins beinst að bóluefnunum frá Pfizer/BioNTech og Moderna. Hann sagðist telja að langtímaáhrif annarra bóluefna, til dæmis frá Janssen, séu ekki eins mikil og af þeim tveimur fyrrnefndu.