fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Íbúar í norðvesturríkjum Bandaríkjanna svitna og svitna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 07:10

Börn svala sér í gosbrunni í Portland þegar hitabylgjan gekk yfir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er spáð 41,6 stiga hita í Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Ef það gengur eftir verður um hitamet að ræða í borginni en þar búa 725.000 manns. Bandaríska veðurstofan sendi á laugardaginn frá sér aðvörun um óvenjulega mikinn hita í Pacific Northwest en það er svæði sem nær yfir norðvesturhluta Bandaríkjanna og suðvesturhluta Kanada.

Það eru Oregon og Washington í Bandaríkjunum sem eru á þessu svæði og British Columbia í Kanada.

„Flest bendir til að þetta verði ein öfgafyllsta og lengsta hitabylgja síðari tíma,“ segir í tilkynningu frá National Weather Service.

Reiknað er með að mörg hitamet muni falla á þessu svæði á næstu dögum. Yfirvöld í Multnomah County í Oregon, þar sem borgin Portland er, hafa varað við hugsanlegum töfum almenningssamgöngutækja vegna hita en reiknað er með rúmlega 40 stiga hita á svæðinu. Einnig gæti komið til rafmagnsleysis og heilbrigðiskerfið gæti átt erfitt með að standa undir því mikla álagi sem gæti orðið á það.

Íbúar í Portland, sem búa ekki svo vel að vera með loftkælingu heima hjá sér, eru hvattir til að leita í sérstakar miðstöðvar með loftkælingu.

Orkufyrirtæki hafa beðið fólk um að fara sparlega með rafmagn og hafa kallað aukamannskap út til að geta brugðist hratt við rafmagnsleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift