fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Tékklandsforseti sagði transfólk vera „viðbjóðslegt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 06:21

Milos Zeman sagði transfólk vera viðbjóðslegt. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milos Zeman, forseti Tékklands, ræddi málefni Ungverjalands í viðtali við CNN Prima News í gærkvöldi. Umræðan snerist um umdeild lög í Ungverjalandi sem banna að fjallað sé um samkynhneigð, kynleiðréttingar og frávik frá því kynferði sem fólk fæðist með. Leiðtogar ESB hafa gagnrýnt Ungverja harkalega fyrir löggjöfina og hótað þeim öllu illu.

Zeman sagði að það væru stór pólitísk mistök að blanda sér í innanríkismál ESB-ríkja og varði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. „Ég sé enga ástæðu til að vera ósammála honum,“ sagði Zeman. CNN skýrir frá þessu.

Síðar sagði hann: „Ég skil homma, lesbíur og þannig. En veistu hvað ég skil alls ekki? Þetta transfólk.“ Hann sagði síðan: „Í eðli sínu viðbjóðslegt í mínum augum“.

Ungverjar eru í eldlínunni vegna löggjafarinnar og vangaveltur eru uppi um hvort landið eigi nokkuð erindi í ESB. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar sambandsins, sagði í síðustu viku að lögin mismuni fólki augljóslega og „brjóti gegn gildum, grunngildum ESB um mannlega virðingu, jafnrétti og grundvallarmannréttindi fólks“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli