fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Fjórar kirkjur hafa brunnið síðustu daga – Grunur um íkveikju og tengsl við nýfundnar grafir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 06:59

Fólk við grafirnar sem fundust við Marieval Indian Residential School. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu dögum hafa fjórar kaþólskar kirkjur í samfélögum kanadískra frumbyggja brunnið til grunna. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í þeim. Á laugardaginn brunnu tvær kirkjur til grunna á verndarsvæðum frumbyggja í Bresku Kólumbíu en fyrr í vikunni brunnu tvær aðrar til grunna í samfélögum frumbyggja í ríkinu.

BBC segir að yfirvöld gruni að kveikt hafi verið í þeim. CBC hefur eftir talsmanni slökkviliðsins í bænum Oliver að rannsókn hafi leitt í ljós að eldfimur vökvi hafi verið borinn að kirkju sem brann þar í bæ.

Tilkynnt var um fyrstu tvo brunana á mánudaginn en þá var National Aboriginal Day en þá fagna Kanadabúar frumbyggjum landsins og menningu þeirra.

Brunarnir áttu sér stað eftir að mörg hundruð ómerktar grafir fundust við kaþólska heimavistarskóla í Bresku Kólumbíu og Saskatchewan en málið er mikið áfall fyrir Kanadabúa.

Í lok maí fundust grafir með líkamsleifum 215 barna við Kamloops Indian Residental School í Bresku Kólumbíu. Síðasta miðvikudag fundust grafir 751 barns til viðbótar við Marievel Indian Residential School í Saskatchewan. Justin Trudeau, forsætisráðherra, sagði á fréttamannafundi á föstudaginn að honum væri illa brugðið vegna málanna. „Sá sársauki og það áfall sem þið hafið orðið fyrir verður Kanada að taka ábyrgð á,“ sagði hann.

Frá 1863 til 1998 voru rúmlega 150.000 börn frumbyggja tekin frá fjölskyldum sínum og send í um 130 heimavistarskóla í því skyni að aðlaga þau að kanadísku samfélagi. Ríkið fjármagnaði rekstur skólanna sem voru reknir af kaþólsku kirkjunni.

Börnin voru neydd til að taka afstöðu gegn móðurmáli sínu og menningu. 1920 var gert að skyldu að börn frumbyggja færu í skóla af þessu tagi og áttu foreldrar þeirra fangelsisdóma yfir höfði sér ef þeir sendu börnin ekki í þá.

Árið 2015 kom út skýrsla frá kanadíska dómstólaráðinu um þessa heimavistarskólastefnu stjórnvalda og var henni lýst sem „menningarlegu þjóðarmorði“ en skýrslan er um 4.000 blaðsíður. Í henni er því lýst í smáatriðum hvernig börnin fengu ekki nauðsynlega umönnun, húsakostur hafi verið lélegur og mörg þeirra hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af kennurum og starfsfólki skólanna. Dánartíðni barna í þessum heimavistarskólum var mun hærri en dánartíðni annarra þjóðfélagshópa.

Fyrir fjórum árum bað Justin Trudeau Frans páfa um að biðjast afsökunar á þætti kaþólsku kirkjunnar í rekstri heimavistarskólanna en því hafa páfinn og kaþólska kirkjan hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé