fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Þjóðin er sögð hafa miklar áhyggjur af þyngdartapi leiðtogans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 05:59

Kim Jong-un er vígreifur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allir íbúar Norður-Kóreu eru miður sín yfir þyngdartapi Kim Jong-un,“ sagði ónafngreindur maður á götu úti í Pyongyang, höfuðborg landsins, í samtali við ríkissjónvarpsstöð landsins um helgina. Maðurinn lét áhyggjur sínar í ljós eftir að hafa séð nýjar myndir af einræðisherranum. „Að sjá hinn virta leiðtoga okkar svona horaðan brýtur hjörtu okkar. Allir segjast tárast yfir þessu,“ sagði maðurinn einnig.

Þessi ummæli eru staðfesting á því sem erlendir fréttaskýrendur hafa talið sig sjá á nýlegum myndum af leiðtoganum en á þeim er ekki annað að sjá en hann hafi misst ansi mörg kíló. Þetta hefur orðið tilefni vangaveltna í mörgum erlendum fjölmiðlum og margir hafa velt því upp að óhollir lífshættir leiðtogans hafi að lokum neytt hann til að léttast. Hann er í ofþyngd og reykir að auki segir The Guardian. Líkamsástand föður hans var svipað og lifnaðarhættir hans svipaðir en hann lést af völdum hjartaáfalls í desember 2011.

Á síðasta ári var tilkynnt að þessi lágvaxni einræðisherra væri 140 kíló og hefði bætt 6-7 kílóum á sig árlega síðan hann tók við sem leiðtogi landsins þegar faðir hans lést.

Kim Jong-un hafði ekki sést opinberlega í um einn mánuð þegar myndir birtust af honum í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Þá tóku sérfræðingar hjá NK News, sem er heimasíða sem er rekin frá Suður-Kóreu og sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu, eftir því að leiðtoginn hafði grennst. Þeir bentu meðal annars á að búið væri að þrengja ólina á úrinu hans svo það passaði á grennri úlnlið hans.

Útlitsbreyting leiðtogans sést ágætlega á myndunum hér fyrir neðan. Sú fyrri er síðan í febrúar en sú nýrri aðeins nokkurra daga gömul.

Svona leit Kim Jong-un út í febrúar. Mynd:EPA
Kim Jong-un virðist hafa lagt töluvert af en myndin er tekin í júní. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kim Jong-un heldur fast um völdin í Norður-Kóreu og ekki er vitað hver mun taka við af honum þegar hann deyr, leiðtogar landsins eru við völd þar til þeir deyja, og því fylgjast erlendar leyniþjónustustofnanir, erlendir fjölmiðlar og ýmsir aðrir vel með heilsufari hans.

Á síðasta ári voru miklar vangaveltur um heilsufar hans eftir að hann lét ekki sjá sig við hátíðarhöld þann 15. apríl þegar fæðingu Kim Il-sung, afa hans og stofnanda ríkisins, var fagnað. Hann sást ekki aftur á almannafæri fyrr en í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið