Gareth Bale neitaði að svara spurningu um framtíð sína með velska landsliðinu í viðtali eftir leik dagsins. Þar tapaði Wales 0-4 gegn Danmörku.
Danir stjórnuðu leiknum frá a-ö gegn Wales en Kasper Dolberg (x2), Joakim Mæhle og Martin Braithwaite skoruðu mörkin.
Gareth Bale fór í viðtal við BBC eftir leik og labbaði pirraður í burtu í miðju viðtali.
„Við vildum ekki að leikurinn færi svona. Við byrjuðum vel en fengum á okkur mark og þá breyttist leikurinn. Við gerðum mistök og gerðum þannig út um leikinn,“ sagði Bale við BBC.
Bale fékk gult spjald í leiknum fyrir að klappa hæðnislega fyrir dómara leiksins.
„Þetta var aukaspyrna en stuðningsmennirnir höfðu áhrif á hann,“ svaraði Bale.
Þegar hann fékk spurningu út í framtíð hans hjá velska landsliðinu labbaði kappinn bara í burtu og svaraði engu.
LOOOOOOOOL BALE SAID PISS OFF 😹😹 pic.twitter.com/rvKp0Q4rz6
— ً (@Richie1S) June 26, 2021