Nýtt knatthús í Garðabæ er of lágt til lofts til að spila megi keppnisleiki þar inni. Þessi ,,galli“ var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Þar voru Garðbæingar gagnrýndir harkalega enda fjárfestingin við húsið rándýr.
Knatthúsið er í heildina talið kosta um fimm milljarða króna. Það verður þó aðeins hægt að nota það til æfinga og í óopinbera leiki vegna hæðarinnar.
,,Garðbæingar byggðu dýrustu höll sögunnar og það má ekki keppa í henni. Geta þessir jólasveinar ekki gert neitt rétt í Garðabænum?“ Sagði Hjörvar Hafliðason um málið í þættinum.
,,Ég held að þetta verði ekki fyrirgefið,“ svaraði Kristján Óli Sigurðsson þá.
Lúðvík Jónasson, Garðbæingur, kennir bæjarstjórninni um mistökin. ,,Það er allt í rugli í bæjarstjórninni.“
Í þættinum benti Hjörvar einnig á það að stúkan á Samsung-vellunum, heimavelli Stjörnunnar, hafi sett öfugu megin við gervigrasvöllinn á sínum tíma. Það þýðir kvöldsólin skín ekki á stúkuna. Það verður til þess að oft er mjög kalt á heimaleikjum liðsins.