Brauð með súkkulaði og kúrbít hljómar bæði girnilegt og hollt, og svo er það einstaklega fallegt á að líta líka.
Innihald:
2 flaxegg (2 matskeiðar (14 gr) hörfræ og 5 matskeiðar (75 ml) vatn (sjá hér fyrir neðan)
¼ bolli (61 gr) eplamauk
¼ bolli (60 ml) hlynsíróp
1/3 bolli (64 gr) kókossykur
1 ½ teskeið matarsódi
1 teskeið lyftiduft
¼ teskeið sjávarsalt
½ bolli (48 gr) kakóduft
¼ bolli (60 ml) brædd kókosolía
¼ bolli (60 ml) möndlumjólk
1 bolli (130 gr) rifinn kúrbítur
¾ bolli (120 gr) glútenlaust hveiti
1/3 bolli (30 gr) glútenlaust hafrahveiti
1/3 bolli (37 gr) möndluhveiti
1/3 bolli (75 gr) mjólkurlausir súkkulaðidropar
Flaxegg:
1 matskeið (7 gr) hörfræ
2 1/2 matskeið (37 ml) vatn
Blandið saman og látið bíða í 5 mínútur, notið í uppskriftir í staðinn fyrir eitt egg.