fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Hugsanlega verstu þurrkar í 1.200 ár í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 15:00

Vatnsmagnið er í sögulegu lágmarki í Meadvatni og eitt og annað kemur því í ljós. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu vikum hefur hvert hitametið á fætur öðru fallið í vesturhluta Bandaríkjanna. Miklir þurrkar herjar víða og telja sérfræðingar að þeir séu sögulega miklir og hafi ekki verið svona miklir og slæmir í 1.200 ár.

Þurrkarnir bæta auðvitað ekki ástandið nú þegar hið árlega skógar- og gróðureldatímabil er að hefjast en sérfræðingar reikna með að eldarnir á þessu ári verði enn verri en á síðasta ári þegar stór svæði urðu eldi að bráð.

Hitabylgjan sem nú geisar í vesturhluta landsins hefur haft í för með sér að mörg hundruð hitamet hafa fallið og þurrkarnir hafa aukist. Þeir hafa áhrif á landbúnað, valda vatnsskorti og auka álagið á innviði samfélagsins.

15. júní var send út aðvörun til um 50 milljóna Bandaríkjamanna um yfirvofandi háan hita og rættist það svo sannarlega. Í Salt Lake City í Utah fór hitinn í 42 gráður og hafði aldrei farið svo hátt þar síðan mælingar hófust. Víða í Kaliforníu náði hann 50 gráðum. Þetta gerðist í júní sem er ekki hlýjasti mánuður ársins, það er júlí.

„Yfirstandandi þurrkar verða hugsanlega þeir verstu í að minnsta kosti 1.200 ár,“ hefur The Guardian eftir Kathleen Johnson, prófessor í loftslagsfræði við University of California. Hún vinnur við rannsóknir á loftslagsbreytingum í gegnum árþúsundin með því að lesa úr aldurshringjum trjáa. Þegar þetta er borið saman við söguleg gögn sem vísindamenn hafa greint þá sést að yfirstandandi þurrkar eru sögulega slæmir og bein afleiðing loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Það er ljóst að það sem við upplifum núna er ekki náttúrulegt. Þetta er án vafa afleiðing losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt