Um endurminningabók verður að ræða og hafa margir af því áhyggjur að Kushner muni eins og tengdafaðir hans eiga erfitt með að halda sig við sannleikann í skrifum sínum. Kushner hefur verið í miklum metum hjá Trump sem gerði hann að sérstökum sáttasemjara í deilum Ísraelsmanna og Palestínumanna. „Ef hann getur þetta ekki, þá er enginn sem getur þetta,“ sagði Trump 2017 þegar hann tilkynnti um þetta verkefni Kushner. Það hlýtur því væntanlega að mati Trump að vera vonlaust verkefni að reyna að koma á varanlegum friði á milli deiluaðilanna fyrst Kushner tókst það ekki.
Kushner hefur gert samning við hina íhaldssömu bókaútgáfu Brookside Books um útgáfu endurminninga hans á næsta ári. „Bókin hans verður endanleg og ítarleg frásögn af stjórninni og sannleikanum um hvað gerðist á bak við luktar dyr,“ segir í tilkynningu frá Brookside Books.