Svína- og kjúklingaiðnaðurinn hefur verið byggður hratt upp á undanförnum árum til að sjá breskum neytendum fyrir kjöti. En þessi uppbygging veldur stjórnmálamönnum nú vanda því þessu fylgir mengun.
The Guardian segir að nú séu um 25 milljónir kjúklinga í landinu og svínin séu um 1,5 milljónir. Megnið af afurðunum er flutt til Englands, Wales og Skotlands.
En öllum þessum dýrum fylgir mikill skítur og nú þurfa Norður-Írar hugsanlega að flytja um þriðjung hans úr landi. Þessu fylgir einnig að magn fosfats og nítrats í vatni hefur aukist og er við að fara yfir leyfileg mörk.
Sérfræðingar segja að flytja þurfi allt að 35% af skítnum úr landi til að bæta vatns- og jarðvegsgæði.