fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Eyjan

Háir fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði – Tvöföldun á áratug

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 09:15

Slysið átti sér stað í austurbæ Reykjavíkur í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðastliðnum áratug hafa fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækkað mikið og eru þeir háir í samanburði við nágrannalöndin. Þeir hafa tvöfaldast á þessum áratug en sveitarfélögin innheimta 28 milljarða í fasteignaskatta í ár en 2012 innheimtu þau 14 milljarða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í nýja greiningu Samtaka iðnaðarins. Fram kemur að tæplega 20% af húsnæði sé atvinnuhúsnæði en 56% af heildarfasteignaskatti í landinu sé lagt á það. Vegin meðalskattprósenta á atvinnuhúsnæði er 1,56% en á íbúðarhúsnæði er hún 0,23%.

Tæplega helmingur sveitarfélaga er með skatthlutfallið í löglegu hámarki en það er 1,65%. Í Reykjavík er um helmingur heildarverðmætis atvinnuhúsnæðis og er borgin mjög nærri hámarkinu. Fasteignaverð hefur þrýst sköttunum upp á undanförnum áratug og sveitarfélögin hafa ekki brugðist við með því að lækka prósentuna að sögn Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka atvinnulífsins.

Hann sagði að á síðustu sex árum hafi þessir skattar hækkað um 68% en verðmætasköpun atvinnulífsins hafi á sama tíma aðeins hækkað um 27%.  „Sveitarfélögin eru að taka sífellt stærri hluta af kökunni með þessari skattlagningu. Hlutur sveitarfélaganna í hagstjórninni hefur verið að stækka og þau verða að axla sína ábyrgð. Þetta er einn af þeim hlutum sem skapa samkeppnishæfnina fyrir okkar fyrirtæki. Með lækkun skattanna væri hægt að örva efnahagslífið til vaxtar og skapa störf sem við þurfum verulega á að halda nú eftir niðursveifluna undanfarið,“ er haft eftir honum.

2019 voru tekjur sveitarfélaganna af fasteignasköttum 0,9% af landsframleiðslu en þetta hlutfall er hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum og í Evrópu. Í Svíþjóð og Finnlandi er hlutfallið 0,4% og í Noregi er það 0,2%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks