fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Fyrirsætan opnar sig um kynlífið og fleira – „Fullt af fullnægingum“

Fókus
Miðvikudaginn 23. júní 2021 10:05

Cara Delevingne - Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Cara Delevingne opnaði sig upp á gátt í viðtali við The Sun á dögunum. Þar ræddi hún margt, meðal annars vangaveltur um hinseginleikann, lýtaaðgerð og kynlífið sitt.

Í viðtalinu ræðir Cara mikið um kynhneigð sína en fyrir nokkrum árum sagðist hún vera tvíkynhneigð. Hún er þó í dag ekki jafn viss um það hvort hún sé tvíkynhneigð eða eitthvað annað. „Ég er alltaf að breyta því hvernig ég skilgreini mig. Stundum er ég pankynhneigð, stundum tvíkynhneigð, ég bara í alvöruni veit ekki hvað ég er,“ segir hún í viðtalinu.

Cara hefur á undanförnum árum sögð vera að rugla saman reitum með fjölmörgum stjörnum. Á meðal þeirra sem eiga að hafa verið með henni eru Elon Musk, eigandi rafbílaframleiðandans Tesla, tónlistarkonan Miley Cyrus og leikkonan Michelle Rodriguez. Lengsta samband fyrirsætunnar á undanförnum árum var þó með leikkonunni Ashoey Benson en þau höfðu verið saman í þrjú ár þegar þau hættu saman í fyrra.

Cara hefur á undanförnum árum verið mun meira með konum en hún segir að þrátt fyrir það hafi hún mjög gaman að karlkyns strippurum.

„Í fullri hreinskilni þá hef ég miklu meira gaman að karlkyns strippstöðum. Það er einn magnaður staður í Toronto. Kanada er eini staðurinn þar sem þú getur fengið alveg nakta karlmenn svo þú vilt fara þangað. Ég eignast líka vini á þessum stöðum, ég eignast vini alls staðar sem ég fer.“

„Fullt af fullnægingum“

Í viðtalinu ræðir Cara líka um kynlífið sitt og ást sína á hjálpartækjum ástarlífsins. Cara er með sína eigin kynlífstækjalínu sem kallast Lora DiCarlo. „Ég vil fjarlægja fordómana af fullnægingum. Við viljum hjálpa fólki að fá fullt af fullnægingum, ekki bara eina. Það er það sem við lofum öllum viðskiptavinunum okkar, fullt af fullnægingum,“ segir Cara og bætir við að margir af vinum hennar hafa haft samband við hana eftir langan tíma og þakkað sér fyrir fullnægingarnar.

Þá segir Cara frá því í viðtalinu að hún hafi stundað sjálfsfróun í sundi þegar hún var í skóla. „Þetta snýst um að opna á samtalið um sjálfsfróunina og hvað hún þýðir fyrir þig,“ segir hún. „Það er svo áhugavert að þegar maður byrjar að tala um kynlíf þá finnst mörgum það ótrúlega óþæginlegt. Það að búa til Lora DiCarlo hefur hjálpað mér að vera stolt af kynlífinu mínu, hundrað prósent.“

Cara segir að það sé mikilvægt að tala um kynlíf. „Það er svo miklu auðveldara að segja makanum frá því sem þú vilt þegar þú veist sjálf hvað þú vilt. Okkur er kennt að karlmenn séu miklu graðari verur en það er bara ekki satt,“ segir hún. „Þarfirnar eru mjög svipaðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart