fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Eftirlíking af Monu Lisu seld á rúmlega 420 milljónir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 22:30

Leonardo da Vinci málaði Monu Lisu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er klikkun. Þetta er metverð fyrir eftirlíkingu af Monu Lisu,“ sagði talskona Christie‘s uppboðshússins á föstudaginn þegar eftirlíking af málverki Leonardo da Vinci af Monu Lisu seldist fyrir sem svarar til rúmlega 420 milljóna íslenskra króna.

Áratugum saman reyndi Raymond Hekking að sannfæra heimsbyggðina um að málverkið, sem hann keypti í franskri fornmunaverslun 1953, væri hið upprunalega málverk og að það sem hangir í Louvre safninu sé falsað. En það tókst honum ekki. Fyrir uppboðið í síðustu viku lagði hver sérfræðingurinn á fætur öðrum áherslu á að málverkið væri eftirlíking, sem sagt fölsun.

„Þetta líkist Monu Lisu en það er ekki málað með þeim gæðum sem einkenna Leonardo da Vinci,“ segir í yfirlýsingu frá Pierre Etienne, yfirmanni þeirrar deildar Christie‘s sem sér um gömul meistaraverk.

Þegar Hekking barðist fyrir því að fá viðurkennt að málverkið hans væri það upprunalega lagði hann áherslu á að upprunalega málverkinu hafi aldrei verið skilað aftur eftir að því var stolið í upphafi tuttugustu aldarinnar. Hann hélt því fram að það hefði endað í litlum bæ í Provence þar sem hann fann það.

Það var evrópskur safnari sem keypti málverkið en 14 buðu í það. Þegar búið var að bjóða 500.000 evrur í það fór næsta boð í 2,4 milljónir evra og lokaboðið var upp á 2,9 milljónir evra en það svarar til um 426 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga