fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Kveikur gagnrýndur – RÚV sagt hafa látið Michele Ballarin blekkja sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. júní 2021 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestirinn dularfulli, Michelle Ballarin, sem keypti eignir úr þrotabúi WOW air og sagðist ætla að endurreisa félagið þó að ekkert bóli á þeirri endurreisn, laug því í sjónvarpsviðtali við fréttaskýringaþáttinn Kveik í febrúar árið 2020 að hún ætti 30 milljóna dollara herrasetur í Virginíu í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Washington Post um Ballarin og skrautlegan feril hennar.

Í þætti Kveiks gætti tortryggni gagnvart Ballarin og sagt var að yfirbragð bústaðarins glæsilega væri eins og enginn byggi þar. Fullyrðingar Ballarin voru þó ekki hraktar. Viðtalið var tekið á setrinu.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fer hörðum orðum um frammistöðu Kveiks og segir að Ballarin hafi notað þáttinn til að koma falsfréttum á framfæri. Hann segir í Facebook-færslu:

„Kveikur er kynntur sem þáttur rannsóknarblaðamennsku og viðmælandinn býr til leiktjöld til að sýnast ábúðarmeiri. Var nokkuð að marka sem Ballarlin sagði yfirleitt? Hver skyldi hafa staðið að baki allri blekkingariðju hennar hér? Var þetta allt tilraun til að draga fjölmiðlamenn og Íslendinga á asnaeyrunum? Hafði einhver fjárhagslegan ávinning af þessu fréttafalsi? Í einu samtali sagðist hún verða að flýta sér í flug síðdegis á laugardegi til að leika á orgel við messu vestan hafs á sunnudeginum. Vakti svona tal eða fínheitin og auglýsingamennskan engar grunsemdir?“

Þess má geta að DV hefur fengið staðfest að Ballarin greiddi fyrir þær eignir úr þrotabúi WOW air sem hún keypti. Ekkert hefur hins vegar bólað á starfsemi hins endurreista flugfélags sem hvergi hefur fengið lendingarleyfi eða flugrekstrarleyfi.

„Furðulegt mál og í raun óskiljanlegt,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor í  umræðum undir færslu Björn. Björn bætir sjálfur þar um betur og segir að RÚV hafi birt viðtal við Ballarin í stað þess að afhjúpa hana:

„Óskiljanlegt að unnt sé að snúa fjölmiðlamönnum svona um fingur sér. Viðskiptafréttir eiga almennt ekki upp á pallborðið í rúv nema í neikvæðum tilgangi eins og dæmin sanna. Var svo í þessu tilviki?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum