fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Ragga nagli: Settu þér hegðunarmarkmið frekar en útkomumarkmið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. mars 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um hvernig það er betra til langtímaárangurs að setja sér hegðunarmarkmið en útkomumarkmið.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Lykillinn að langtímaárangri er ekki að setja sér útópísk útlitstengd markmið.
Það er ytri hvatning og skammgóður vermir eins og hlandblautur skór.

Langtímaárangur næst með því að skuldbinda sig ferlinu og framkvæma heilsuhegðun aftur og aftur og aftur.

Líkaminn er magnað fyrirbæri og því lengur sem við tökum heilsusamlega ákvörðun á borð við að borða hollt og hreyfa okkur styrkist tengingin milli hegðunar og taugakerfisins.

Því oftar sem við framkvæmum heilsuhegðun því sterkari verður hún í sessi og erfiðari að brjóta því við sækjumst í vellíðunartilfinninguna sem fylgir henni.

Það gerum við með að setja okkur hegðunarmarkmið frekar en útkomumarkmið

Því þú stjórnar hegðuninni.
Þú stjórnar ekki hvernig líkaminn bregst við.

Þú fléttar sukk inn í planið með góðri samvisku í gæðastund. Því við getum ekki verið í fangelsi þurrelsis í mataræðis meðan náunginn úðar í sig kræsingum með súkkulaðitaum út á kinn.

Versla hollt, minnka matardiskana, mæta á allar æfingar vikunnar.
Drekka meira af vatni og minna af gosi.
Borða allar máltíðir sitjandi og hægja á þér við að borða.

Þessar uppsöfnuðu litlu breytingar á hegðun verða að lífsstíl.

Vellíðanin sem fylgir hollu mataræði og hreyfingu er tengd við þessa hegðun.

Hrósa sjálfum þér fyrir allar litlar breytingar á hegðun og hugsun. Hrósið eflir sjálfstraust, styrkir hegðun fyrir næstu skipti og hjálpar við að festa breytt hegðunarmynstur og nýja hugsun í sessi.

Facebooksíða Röggu nagla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.