fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Gulrætur handan við hornið fyrir fyrirliðann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. mars 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður Cardiff og fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki stigið inn á knattspyrnuvöllinn á þessu ári. Aron fór í aðgerð á fæti fyrir jól en um var að ræða meiðsli í ökkla sem höfðu angrað fyrirliða landsliðsins. Í fyrstu var talið að Aron yrði leikfær í febrúar en endurhæfingin hefur tekið ögn lengri tíma en búist var við í fyrstu. Aron er hins vegar á réttri leið og er endurhæfingin á síðustu metrunum og stutt er í er að þessi öflugi leiðtogi verði leikfær. Fram undan eru mikilvægar vikur og mánuðir, Cardiff er í frábæri stöðu til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni og þá er íslenska landsliðið á leið á HM. Þar vill Aron vera í toppstandi.

„Þetta gengur mjög vel og ég er búinn að vera núna í eina og hálfa viku úti á grasi, ég er byrjaður að keyra upp hraðann og hingað til hefur ökklinn brugðist mjög vel við. Eftir svona stóra aðgerð er ég á fínu róli. Núna snýst þetta fyrst og fremst um að koma mér í betra form, ég þarf að bæta formið og það er það sem við erum að vinna í núna. Þegar ég var skorinn upp þá bjuggust menn við að þetta væri minna, en þegar ökklinn var opnaður þá var augljóst að þetta var tímabær aðgerð. Það er fínt að hafa komið því frá og núna er að koma sér á völlinn og tækla síðasta hluta tímabilsins og vonandi klára það með því að fara upp um deild með Cardiff,“ sagði Aron þegar DV ræddi við hann en Cardiff situr í öðru sæti næst efstu deildar á Englandi.

Erfitt og einmanalegt

Aron vorkennir sér ekki þrátt fyrir að hafa verið lengi á hliðarlínunni, staðreyndin er hins vegar sú að hver einasti íþróttamaður þolir ekki vera á sjúkrabekknum. „Þetta er búið að vera ágætlega langur tími, stundum erfiður og einmanalegur. Það er gott að hafa stráka hérna í liðinu sem hafa farið í svipaðar aðgerðir þannig að maður veit meira hvernig þetta er. Það getur verið erfitt að vera meiddur og sérstaklega fyrir hausinn, maður getur samt ekki legið og kvartað. Það þurfti að framkvæma þessa aðgerð og núna snýst þetta um hvernig ég kem til baka.“

Fer með landsliðinu til Bandaríkjanna

Íslenska landsliðið heldur til Bandaríkjanna seinna í mars og þrátt fyrir að Aron verði ekki byrjaður að spila með Cardiff fer hann með. Ekki er öruggt að hann spili. „Ég er ekki 100 prósent viss um hvenær ég get spilað aftur, ég byrja að æfa með liðinu eftir helgi og þá er bara spurning hvernig ökklinn bregst við fullu álagi, þegar maður þarf að snúa hratt og slíkir hlutir. Ég fer með landsliðinu til Bandaríkjanna, Cardiff hefur hug á því að ég fái einhverjar mínútur þar til að koma mér í form. Við spilum þetta eftir eyranu, það er ekkert stress.“

Gulrætur handan við hornið

Aron vonast til þess að spila sem fyrst, hjálpa Cardiff upp um deild áður en HM hefst. „Það hefur drifið mann áfram og komið í veg fyrir að maður geri þetta með hangandi haus, það eru gulrætur handan við hornið. Ég hlakka til að spila aftur og það hefur verið gott að Cardiff hefur gengið vel og því ekki verið pressa á mér að drífa mig inn á völlinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“
433Sport
Í gær

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Í gær

Ræddi við Pogba á Twitch – ,,Ef það er rétt verð ég virkilega ánægður“

Ræddi við Pogba á Twitch – ,,Ef það er rétt verð ég virkilega ánægður“
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu