Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, opinberaði ástarsamband sitt við Alexöndru Eir Davíðsdóttur, rétt í þessu.
Ingó deildi mynd í Instagram-story af sér og Alexöndru og skrifaði „besta mín“, en sjálf hafði hún deilt myndinni á sínu Instagrammi.
Ingó er 35 ára, en hann þekkja flestir landsmenn, enda er hann einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Alexandra hefur starfað sem flugfreyja og er 30 ára gömul.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju með ástina.