fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

49 þýskir lögreglumenn afhjúpaðir – Virkir á spjallrásum öfgahægrimanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 06:59

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

49 þýskir lögreglumenn hafa verið virkir á spjallrásum öfgahægrimanna í Frankfurt. Lögreglumennirnir, sem koma úr sérsveit lögreglunnar, rannsóknarlögreglunni og frá saksóknaraembættinu, skiptust meðal annars á merkjum nýnasista á spjallrásunum.

Nýlega komst upp um þetta og leiddi það til þess að ein sérsveit lögreglunnar var lögð niður.

Peter Beuth, innanríkisráðherra í Hessen, sagði að auk lögreglumannanna hafi sjö til viðbótar verið í spjallhópum þeirra en það hafi ekki verið lögreglumenn.

24 af meðlimum spjallhópanna eru ekki til rannsóknar hjá lögreglunni né hafa sætt agaviðurlögum en mál hinna eru til rannsóknar.

Saksóknarar rannsaka einnig mál fleiri lögreglumanna sem eru taldir tengjast hópum öfgahægrimanna og enn aðrir hafa sætt agaviðurlögum.

Í nýrri skýrslu þýsku leyniþjónustunnar BfV er varað við uppgangi ofbeldisfullra nýnasista en á síðasta ári fjölgaði þeim um 3,8% og eru þeir nú 33.300. um 40% þeirra eru taldir ofbeldishneigðir, reiðubúnir til að beita ofbeldi eða styðja ofbeldisverk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist