fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Katrín telur að faraldurinn hafi þjappað Íslendingum saman

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri „þjóð“ en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði – skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við – sem búum í þessu samfélagi – tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður slitsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í hátíðarræðu sinni á 17. júní í dag á Austurvelli í dag.

Forsætisráðherra talaði um að síðustu 15 mánuðir hefðu reynst erfiðir en um leið lærdómsríkir vegna þess að þeir hefðu minnt okkur á að samfélag er ekki aðeins orð heldur á hvaða hátt við nálgumst það að vera til ásamt öðrum. Og framundan væru krefjandi tímar sem krefðust svara um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða:

„Nú er framundan tími viðspyrnu þar sem við munum í senn takast á við stórar áskoranir og byggja upp Ísland. Við þurfum að halda áfram að takast á við loftslagsvána rétt eins og við tókumst á við faraldurinn; sameiginlega, á grundvelli rannsókna og gagna og með sem bestum upplýsingum til allra þannig að við getum öll lagt okkar af mörkum til að ná árangri í þeirri baráttu. Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og það þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða.“

 

Sjá nánar um ræðu forsætisráðherra á vef stjórnarráðs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG