fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. júní 2021 11:00

Austurhöfn / Myndin er tekin af vef Mikluborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúxusíbúðirnar einstöku við Austurhöfn hafa verið á söluskrá í nokkra mánuði og mjatlast rólega út. Það verður þó að teljast viðbúið með slíkar eignir enda fermetraverð íbúðanna vel yfir 1 milljón króna.

Í viðtali við Viðskiptablaðið þegar íbúðirnar fóru í sölu í febrúar síðastliðnum sagði Óskar Rúnar Harðarson, framkvæmdastjóri Miklaborgar sem sér um sölu eignanna:

„Allt við þetta verkefni lítur öðrum lögmálum en hinn hefðbundi fasteignamarkaður. Salan á slíku verkefni er meira maður á mann og þar eru kaupendur, innlendir sem og erlendir, sem vilja ekki endilega hafa hátt um sín viðskipti. 

Góðir hlutir gerast hægt

Sama lögmál gilti um íbúðirnar við í nærliggjandi kjarna við Hafnartorg þegar þær voru auglýstar til sölu á sínum tíma.

Íbúðirnar við Hafnartorg fóru í sölu í júní 2018 og rúmum tveimur árum síðar, í ágúst 2020, var tilkynnt um að 72% íbúðanna hefðu verið seldar.

Miðað við stöðuna á fasteignaskrá í dag hafa þrjár íbúðir af 71 í Austurhöfn fengið þinglýsta eigendur. Það segir mögulega ekki alla söguna því hugsanlegt er að búið sé að ganga frá einhverjum viðskiptum án þess að samningum hafi verið þinglýst.

Ætla mætti að erfiðast væri að selja dýrustu íbúðirnar og því hlýtur það að vera góðs viti að ein dýrasta penthouse-íbúðin í íbúðarkjarnanum hefur selst.

Um er að ræða 200,1 fermetra íbúð á efstu hæð við Reykjastræti 7. Kaupendurnir eru bandaríska parið Mathew David Sherwood og Olivia Nicole Bono og er kaupverðið 295 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur úr tálbeituhópnum ræðir við DV: Segir þingmenn og aðra broddborgara klæmast við börn á netinu

Piltur úr tálbeituhópnum ræðir við DV: Segir þingmenn og aðra broddborgara klæmast við börn á netinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert B. Schram fallinn frá

Ellert B. Schram fallinn frá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump