fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Himnahöll Kínverja verður tilbúin til notkunar á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 19:00

Kínverskri geimflaug skotið á loft. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar ætla sér stóra hluti í geimnum og í lok áratugarins munu þeir vera með einu nothæfu geimstöðina því dagar Alþjóðlegu geimstöðvarinnar verða brátt taldir. Kínverjar spara lítið til við að hasla sér völl í geimnum og hafa þeir náð miklum árangri á síðustu mánuðum og eru hvergi nærri hættir.

Kínverskt geimfar komst á braut um Mars fyrr á árinu og nokkrum vikum síðar byrjaði sexhjóla Marsbíll að senda myndir til jarðarinnar frá Mars en lending hans á Mars tókst vel.

Bandaríkjamenn eru enn í fararbroddi hvað varðar rannsóknir á Mars. Þeir lentu í fyrsta sinn á plánetunni 1976 og hafa nú lent 9 geimförum þar heilu og höldnu. Margar tilraunir þeirra mistókust og það sama má segja um tilraunir allra annarra þjóða. Árangur Kínverja er því athyglisverður, þeim tókst að lenda í fyrstu tilraun og það kom bandarískum sérfræðingum á óvart.

Það er langt frá því einfalt að lenda á Mars því plánetan er í mörg hundruð milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni og fjarskiptamerki eru 18 mínútur á leið á milli plánetanna. Af þeim sökum verða forrit að stýra lendingum, mannshöndin getur ekki komið nærri.

Kínverjar eru nú byrjaðir á smíði geimstöðvarinnar Tiangong (Himnahöllin) og á hún að verða tilbúin til notkunar eftir um ár. 11 geimför verða send upp með byggingarefni og annað sem þarf til að smíða geimstöðina.

Reiknað er með að Alþjóðlega geimstöðin verði tekin úr notkun eftir þrjú ár en hugsanlega verður þó hægt að lengja líf hennar til 2028. En hvað sem því líður verður Tiangong eina starfhæfa geimstöðin eftir það, að minnsta kosti um hríð.

Kínverjar stefna einnig til tunglsins og það gera Bandaríkjamenn einnig. Kínverjum tókst fyrstum þjóða að lenda á bakhlið tunglsins en það gerðu þeir 2019. Í desember á síðasta ári kom kínverskt geimfar með grjót og tunglryk aftur til jarðarinnar.

Í mars tilkynntu Kínverjar og Rússar að þeir hafi í hyggju að starfa saman við að koma upp geimstöð á tunglinu eða á braut um það. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort geimstöðin verði á tunglinu eða á braut um það.

Segja má að tunglkapphlaup standi yfir eftir að Donald Trump tilkynnti 2017 að Bandaríkin ætluðu að setja Artemis-áætlunina af stað. Ef allt gengur upp mun hún ná hámarki 2024 þegar fyrsta konan stígur fæti á tunglið.

Kínverjar stefna á að senda fólk til tunglsins 2025. Þeir ætla einnig að senda geimför langt út í geim á næstu árum. 2024 á að senda geimfar til móts við loftstein, til Mars og aftur til jarðarinnar á árunum 2028 til 2030 og til Júpíters 2029-2030. Einnig hafa þeir í hyggju að senda geimfar til Úranusar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin