fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Trump gengur illa að finna útgefanda að endurminningum sínum – Óttast ósannindi hans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 06:59

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur unnið að ritun endurminninga sinna og það vita stóru bókaforlögin. Þau eru þó hikandi við að gefa bókina út og hafa ekki gert Trump nein tilboð um að gefa hana út. Hann segist þó hafa fengið tilboð frá tveimur stórum forlögum en það vilja þau ekki kannast við.

Politico skýrir frá þessu. Fram kemur að nær öruggt megi telja að endurminningabók fyrrum forseta Bandaríkjanna verði metsölubók en samt sem áður eru forlögin hikandi. Ástæður þess eru meðal annars að Trump er sagður hafa svikið forlögin áður í tengslum við útgáfur fyrri bóka hans og því treysti þau honum ekki. En aðalástæðan er að sögn sú að forlögin óttast að það sem Trump mun skrifa verði ekki alveg sannleikanum samkvæmt en eins og flestir vita þá á hann mjög erfitt með að halda sig við sannleikann.

„Það væri erfitt að fá bók frá honum þar sem rétt er farið með staðreyndir. Það verður vandamál. Ef hann getur ekki einu sinni viðurkennt ósigur sinni í forsetakosningunum, hvernig á þá að vera hægt að gefa svona út?“ er haft eftir áhrifamanni í útgáfugeiranum.

Politico segir að það hafi ekki gerst áður að fyrrum Bandaríkjaforseti eigi erfitt með að gera útgáfusamning. Það vekur enn meiri athygli á útgáfuvanda hans að nokkrir af helstu ráðgjöfum hans og embættismönnum í stjórnartíð hans eru að skrifa bækur um hann og valdatíma hans. Mike Pence, sem var varaforseti í embættistíð Trump, hefur meðal annars gert útgáfusamning við Simon & Schuster.

Orðrómur hefur verið uppi um að Trump sé reiður vegna þess að Pence hefur samið um útgáfu á bók sinni en því neitaði Jason Miller, talsmaður hans, og sagði að Trump sé sáttur við það og engin vandamál séu því tengd.

Í yfirlýsingu sem Trump sendi frá sér á föstudaginn sagðist hann hafa fengið tvö tilboð um útgáfu endurminninga sinna en hann hafi hafnað þeim báðum því hann vilji ekki gera útgáfusamning að svo stöddu. Hann sagði ekki hvaða fyrirtæki væri um að ræða. Í yfirlýsingu sem hann sendi Politico á mánudaginn sagði hann að tvær af stærstu og virtustu bókaútgáfunum hafi gert honum góð tilboð sem hann hafi hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga