fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hvað varð um Ben?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 05:59

Ben Needham. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Klukkan var tíu að morgni. Ég vinkaði, kyssti hann og sagði að hann yrði að vera góður við ömmu.“ Þetta sagði Kerry Needham í samtali við TV2 þegar hún lýsti ósköp venjulegum júlímorgni árið 1991 á eyjunni Kos í Eyjahafi. Fimm klukkustundum síðar barst henni símtal sem breytti öllu. 21 mánaða sonur hennar, Ben Needham, var horfinn.

„Ég vil að allur heimurinn fái að vita að íbúar á Kos vita nákvæmlega hvað kom fyrir Ben en þeir ljúga enn og leyna því sem gerðist,“ sagði hún einnig.

Kerry var 17 ára þegar hún eignaðist Ben í október 1989. Hann fæddist í Sheffield á Englandi. Í ársbyrjun 1990 ákváðu foreldrar hennar, Christine og Eddie, að flytja til Kos en eyjan er um fjóra kílómetra undan strönd Tyrklands. Þau leigðu lítinn gamlan sveitabæ. Þau bjuggu í hjólhýsi á meðan þau voru að gera íbúðarhúsið upp.

í apríl, þremur mánuðum eftir að foreldrar hennar fluttu til Kos, flutti Kerry þangað og leigði sér íbúð í Kako Pinari. Hún fékk vinnu á Palm Beach hótelinu sem þjónustustúlka og var sátt við lífið. Foreldrar hennar gættu Ben þegar hún var að vinna.

Þann 24. júlí 1991 kom Kerry með Ben í hjólhýsið til foreldra sinna. Hann settist við matarborðið og fékk harðsoðin egg. Kerry kyssti hann bless og fór síðan til vinnu. „Klukkan var tíu að morgni. Ég vinkaði, kyssti hann og sagði að hann yrði að vera góður við ömmu.“ Síðan fór hún í vinnu.

Christine og Kerry. Mynd:Getty

Christine ákvað síðan að fara og líta til Eddie og sonar þeirra, Stephen, sem voru að vinna við húsið í hitanum. Á meðan hún fór inn að tala við þá sat Ben fyrir utan og lék sér með gula leikfangabílinn sinn. Hann var einnig með verkfæri og gat mokað. Hann hljóp síðan inn til að fá sér að drekka og borða og dýfði höfðinu í fötu með ísköldu vatni til að kæla sig en heitt var þennan dag.

Faðir hans, Simon, hafði farið heim til Englands nokkrum dögum áður til að reyna að fá vinnu. Kerry hafði sett honum stólinn fyrir dyrnar og sagt honum að nú yrði hann að bæta sig og fá sér vinnu. Hann ætlaði því að fá vinnu, safna fyrir húsi og síðan ætlaði Kerry að flytja aftur til Sheffield með Ben.

Horfinn

Um klukkan 14.30 tók Christine eftir því að ekkert heyrðist lengur til Ben. Hún taldi í fyrstu að hann væri að gera eitthvað sem hann mátti ekki gera og hefði því hljótt. Hún kallaði á hann en ekkert svar, það var eins og jörðin hefði gleypt hann.

Hjónin fóru bæði að leita að honum. Þau gengu um alla landareignina og kölluðu á hann en fengu ekkert svar og engan var að sjá. Christine hringdi í vinnuna til Kerry og síðan í lögregluna.

Húsið sem Ben sást síðast við. Mynd:Getty

Lögreglan gerði lítið í fyrstu og lét lögreglumenn og tollverði á flugvellinum og höfninni á eyjunni ekki vita af hvarfi Ben. Lögreglan taldi að Stephen, bróðir Kerry, bæri ábyrgð á hvarfi Ben en Stephen var á unglingsaldri. Lögreglan beindi sjónum sínum eingöngu að honum því hann var sá síðasti sem sá Ben úti að leika sér.

Lögreglan, herinn og slökkviliðið leituðu að Ben næstu ellefu daga en án árangurs, ekkert fannst sem gat veitt vísbendingu um hvað hefði orðið af honum.

Sást Ben?

Næsta árið barst fjöldi tilkynninga frá fólki sem taldi sig hafa séð Ben. Ljóshærðir drengir um allt Grikkland voru taldir vera Ben. En þessar tilkynningar reyndust ekki réttar. Ekkert fannst sem gat gefið vísbendingu um hvað hafði orðið af Ben.

Í janúar 1993 ákvað breska ríkisstjórnin að leit yrði hafi að Ben á nýjan leik á Kos en hún skilaði engum árangri.

Breskir lögreglumenn við leit á Kos. Mynd:Getty

Á næstu árum voru lífsýni tekin úr þremur drengjum, sem fundust í Grikklandi og Tyrklandi, til að kanna hvort um Ben væri að ræða en svo var ekki.

Í október 2012 fóru breskir lögreglumenn til Kos til að rannsaka málið. Þeir ætluðu að fínkemba svæðið þar sem Ben sást síðast á lífi. Með í för voru hundar sérþjálfaðir til að leita að líkum og réttarmeinafræðingar. Lögreglan taldi ekki útilokað að Ben hefði óvart lent undir farmi gröfu. En 10 daga leit skilaði engum árangri.

Lést hann af slysförum?

2016 fóru breskir lögreglumenn aftur til Kos. Þeir höfðu fengið ábendingu frá manni sem hafði í aldarfjórðung veigrað sér við að skýra frá því sem hann vissi. Hann sagði að maður að nafni Konstantions Barkas hafi ekið yfir Ben á gröfu sinni þegar Ben var að leik úti við húsið sem fjölskylda hans var að gera upp. Barkas var látinn þegar þarna var komið við sögu.

Eftir þriggja vikna leit og rannsóknir tilkynnti talsmaður bresku lögreglunnar að Ben hefði líklega látist af slysförum. Þessu til stuðnings benti hann á 15 cm bút úr ljósum fatnaði sem fannst á svæðinu. Ben var í hvítum stuttermabol þegar hann hvarf.  Fjölskylda Barkas þvertók fyrir að hann hefði orðið Ben að bana.

Bíll Ben sem lögreglan fann fyrir nokkrum árum. Mynd:Lögreglan

2017 tilkynnti lögreglan að hún hefði fundið annan sandala Ben og gula leikfangabílinn hans.

En Kerry er ekki sannfærð. Í samtali við TV2 sagðist hún ekki alveg sannfærð um að Ben hafi látist af slysförum.

Byggt á umfjöllun TV2, BBC, The Guardian og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti