fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Var á leið til Belfast – Vaknaði á leið til Gíbraltar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 07:00

Flugvél frá EasyJet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega ætlaði Gemma Cargin, 25 ára, að fljúga frá Manchester á Englandi til Belfast á Norður-Írlandi. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst henni að fara um borð í ranga flugvél. Það gerðist þrátt fyrir að á flugvellinum væri auðvitað hefðbundinn búnaður til að skanna brottfararspjöld.

BBC segir að eftir flugtak hafi Gemma ákveðið að fá sér smá blund en flugið átti að taka 40 mínútur. Þegar hún vaknaði var vélin enn á lofti. „Þeir sögðu að við myndum lenda eftir klukkustund og 15 mínútur. Ég spurði því hvort vélin væri ekki á leið til Belfast,“ sagði hún í samtali við BBC.

Hún fékk þá að vita að vélin væri á leið til Gíbraltar.

Gemma flýgur mikið á milli Manchester og Belfast og hafði aldrei áður lent í vandræðum með að hitta í rétta flugvél. En einn bilaður upplýsingaskjár á flugvellinum gerði henni óleik.

„Það var ekki kveikt á skjánum við brottfararhliðið svo mig grunaði aldrei að ég væri að fara um borð í ranga flugvél,“ sagði hún.

EasyJet sá um að koma henni aftur til Manchester og áfram til Belfast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift