fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Sláandi hversu auðvelt er að breyta myndböndum – Skylduáhorf fyrir alla

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. júní 2021 17:30

Sláandi að það sé hægt að breyta myndböndum á þennan hátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki nýjar fréttir að stjörnurnar, áhrifavaldar og fyrirtæki breyta myndum fyrir samfélagsmiðla. Áður fyrr krafðist þess ágætis tæknigáfu. Þú þurftir að kunna á Photoshop og voru það glanstímaritin sem voru hvað djörfust í því að breyta myndum, En nú er þetta orðið svo einfalt og auðvelt að hver sem er getur hlaðið niður smáforriti í símann sinn og breytt mynd áður en henni er deilt á Instagram. Afleiðing þess er alvarleg. Það verða til óraunhæfir fegurðarstaðlar og fólk, sérstaklega ungir einstaklingar, mynda brengluð viðhorf gagnvart líkama sínum.

En það er ekki aðeins hægt að breyta myndum. Margir líta svo á að ef eitthvað er í formi myndbands þá hlýtur það að vera raunverulegt en tæknin er orðin svo þróuð í dag að það er hægt að breyta líkamsgerð í myndböndum og þú tekur örugglega ekki einu sinni eftir því þegar stjörnurnar gera það.

Fitness-áhrifavaldurinn Hayley Madigan birtir myndband þar sem hún sýnir hversu ótrúlega einfalt og blekkjandi þetta getur verið.

„Mundu að það sem þú sért á netinu er ekki raunverulegt. Það er orðið síalgengara að myndböndum sé breytt og nýjasta auglýsing Kim Kardashian sannar það,“ segir Hayley.

„Það er jafn auðvelt að breyta myndböndum og að breyta myndum. Hvort sem það er að minnka mittið, gera húðina sléttari eða láta vöðvana virðast stærri þá er þetta gert á hverjum degi og látið okkur halda að þetta sé raunverulegt og við dæmum okkur sjálf út frá þessum breyttu útgáfum.“

Hayley segir að það sé ekki aðeins breytt líkömum kvenna heldur einnig karla. „Og við tölum örugglega ekki nóg um það, um hvaða áhrif þetta hefur á karlmenn,“ segir hún.

Að lokum minnir hún fólk á að það sem virðist raunverulegt getur vel verið feik og taktu öllu með vara sem þú sérð á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni