fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 11:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður, virðist ansi ósáttur með Loga Einarsson, þingmann og formann Samfylkingarinnar. Það kemur fram í pistli sem Einar skrifaði í Morgunblaðið í dag, þar sem hann heldur því fram að Samfylkingin hafi snúið sér að „woke“-skoðunum, og að nú séu sósí­al­demó­kratar bannfærðir innan flokksins.

Í pistlinum viðurkennir Einar að sjálfur sé hann sjálfstæðismaður, en þess má geta að dóttir hans Diljá Mist Einarsdóttir verður ofarlega á lista flokksins í Reykjavík.

Einar gerir lítið úr Samfylkingunni og kallar hana smáflokk. Hann er ansi ósáttur með að flokkurinn hafi útilokað stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og gefur til kynna að það brjóti á bága við mannréttindi.

„Við sjálf­stæðis­menn erum fjórðung­ur þjóðar­inn­ar. Formaður smá­flokks sem tel­ur um 10% Íslend­inga tel­ur sér sæm­andi að leggja til að við sem erum þannig miklu fleiri en meðlim­ir Sam­fylk­ing­ar séum úti­lokuð frá ákvörðun­ar­töku án til­lits til þess sem náðst gæti samstaða um við okk­ur. Þetta er nú skiln­ing­ur Loga Ein­ars­son­ar á lýðræði, mál­efna­legri sam­ræðu og rétt­ind­um annarra. Er það ekki und­ar­legt að maður sem jafn­an seg­ist meta mann­rétt­indi öðru ofar láti því­líkt og annað eins frá sér fara? – Nú eða kannski bara alls ekki. Upp­still­ing­ar á list­um Sam­fylk­ing­ar fyr­ir kosn­ing­arn­ar í haust segja nefni­lega sömu sögu ef að er gáð. Nema hvað að inn­an Sam­fylk­ing­ar er bann­orðið ekki sjálf­stæðismaður, held­ur sósí­al­demó­krati. Sá sem er sósí­al­demó­krati er nefni­lega sjálf­krafa bann­færður inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Við hafa tekið menn sem aðhyll­ast það sem nefnt er á ensku „woke“-skoðanir sem er meir í ætt við trú­ar­brögð en stjórn­mál. En út­skúf­un er ein­mitt eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð.“

Þá kallar Einar eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Sólrúnu, fyrrverandi ráðherra, og öðrum vinum sínum og kunningjum úr Samfylkingunni, sem hann kallar öfgaflokk sem svipi til annara vinstri flokka í Evrópu.

„Æsku­vin­kona mín og bekkjar­syst­ir heit­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir. Við hana voru sam­ræðustjórn­mál­in kennd. Marga fleiri vini og kunn­ingja á ég inn­an þessa flokks. Hvað segja þeir um þessa úti­lok­un­ar­stefnu? Verða þeir (ég nota ís­lenska mál­fræði, en ekki nýja kyn­lausa málið) ekki að tjá sig? Hinn rauði lit­ur komm­ún­ism­ans var, eðli máls­ins sam­kvæmt, ein­kenn­andi á þingi flokks­ins liðna helgi. Það var við hæfi. Sam­fylk­ing­in er nefni­lega ekki leng­ur sósíaldemókratískur flokk­ur. Þessi smá­flokk­ur er í ætt við aðra öfga­flokka til vinstri ann­ars staðar í Evr­ópu. Eða þá breska Verka­manna­flokk­inn eft­ir að klík­an í kring­um Corbyn hafði rænt þar völd­um til ævar­andi tjóns fyr­ir þann ann­ars ágæta flokk. Aðal­stefnu­mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, af­nám stjórn­ar­skrár sem á ræt­ur að rekja til sam­bæri­legra plagga í Evr­ópu og inn­limun ESB á Íslandi og ís­lensk­um auðlind­um, segja allt sem segja þarf. Það fólk er fák­unn­andi um sögu Evr­ópu sem held­ur að stjórn­ar­skrá Íslands sé að upp­runa eitt­hvert sér­d­anskt fyr­ir­bæri.“

Að lokum heldur Einar því fram að Sjálf­stæðis­flokkurinn muni ekki útiloka Samfylkinguna, þó hann vonist til að hún muni ekki fá mörg atkvæði, en hann óskar Loga allt í haginn, nema í atkvæðasöfnun.

„Kæri Logi, við sjálf­stæðis­menn vilj­um hvorki úti­loka þig né þinn flokk. Þvert á móti telj­um við að þú eig­ir að hafa áhrif í sam­ræmi við fylgi. En við von­um, þjóðar­inn­ar vegna, að það hald­ist í réttu horfi. Á því eru reynd­ar all­ar lík­ur sem bet­ur fer. En ég virði við þig að þú tal­ar hreint út. Það þarf eng­inn að velkj­ast í vafa um að þú aðhyll­ist öfga­full­ar vinst­ris­innaðar skoðanir sem ekki falla í kramið hjá mörg­um. Gangi þér ann­ars allt í hag­inn nema at­kvæðasöfn­un­in. Af því má aldrei verða að auðlind­ir Íslands verði færðar Evr­ópu­sam­band­inu að gjöf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni