fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Heimsfaraldurinn hefur breytt aðferðum smyglara og neyslumynstri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 15:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttvarnaaðgerðir og lokun landamæra vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur haft áhrif á evrópska fíkniefnamarkaðinn. Fíkniefnasmyglarar og fíkniefnasalar hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn EMCDDA, sem er sú stofnun ESB sem fylgist með þróun mála á fíkniefnamarkaðnum.

Fram kemur að í staðinn fyrir að senda kannabis eða kókaín með smyglurum yfir landamæri sé nú notast meira en áður við gáma og aðrar flutningsleiðir varnings.

Alexis Goosdeele, forstjóri EMCDAA, segir í fréttatilkynningu að fíkniefnamarkaðurinn sé mjög lifandi og góður í að laga sig að breyttum aðstæðum.

Heimsfaraldurinn hefur einnig haft áhrif á fíkniefnaneyslu Evrópubúa. Til dæmis hefur neysla á MDMA, sem er yfirleitt notað í tengslum við skemmtanir, minnkað mikið því víða var lítið um næturlíf og skemmtanahald.

Rannsóknir á skolpi í nokkrum borgum í álfunni sýndu þó að notkun á öðrum fíkniefnum jókst mikið sumarið 2020 en þá var slakað á sóttvarnaaðgerðum.

Það sem veldur einna mestum áhyggjum er að neysla á krakki hefur aukist í nokkrum löndum síðan faraldurinn skall á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt