Afbrigðið er með stökkbreytingar sem er einnig að finna á hinu svokallað Deltaafbrigði veirunnar, áður kallað indverska afbrigðið.
FHI fylgist sérstaklega með hvort afbrigðið er meira smitandi en önnur afbrigði, hvort það valdi alvarlegri veikindum og hvort það er ónæmt fyrir bóluefnum. Norska ríkisútvarpið segir að C.36 sé til í tveimur útgáfum, annað valdi ekki svo miklum áhyggjum en það geri hitt hins vegar. Það er einmitt þetta síðara sem hefur greinst í Noregi.
Evrópska smitsjúkdómastofnunin segir að C.36 hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið í Egyptalandi. C.36 er á lista stofnunarinnar yfir afbrigði sem þarf að fylgjast sérstaklega vel með en það þýðir að vísbendingar séu um að afbrigðið sé meira smitandi, valdi alvarlegri veikindum og að hugsanlega virki bóluefni ekki jafn vel gegn því og öðrum afbrigðum veirunnar.