Albanskur maður að nafni Shpetim Qerimi losnaði úr gæsluvarðhaldi þann 3. júní þó að hann sé ákærður fyrir morð. Í dag staðfesti Landsdómur farbannsúrskurð yfir manninum sem gildir til 21. október þessa árs.
Fjórir eru ákærðir í málinu sem snertir morð á Albananum Armando Bequiri sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar.
Kona er sökuð um að hafa gefið upplýsingar um ferðir Armandos þetta kvöld til þeirra Angjelin Sterkaj og Shpetim Qerimi sem óku að heimili Armandos í kjölfar þeirra upplýsinga. Maður er sakaður um að hafa leiðbeint konunni um þetta vöktunarverkefni.
Angjelin Sterkaj hefur játað á sig hafa skotið Armando Bequiri til bana en hann sagist hafa verið einn að verki. Shpetim Qerimi var með honum í bíl er Angjelin ók að Rauðagerði til að myrða Armando. Síðan óku tvímenningarnir, Angjelin og Shpetim, til Varmahlíðar í Skagafirði þar sem þeir dvöldust í sumarhúsi. Þeir stöðvuðu í Kollafirði þar sem Angjelin fleygði morðvopninu í sjóinn.
Í kröfu héraðssaksóknara, þar sem krafist var farbanns yfir Shpetim fyrir héraðsdómi, segir að framburður hans í málinu hafi verið ótrúverðugur. Hann kannast við að hafa ekið með Angjelin að heimili Armandos en segist ekki hafa vitað hver bjó þar né hvað hafi staðið til. Þá kemur einnig fram að hann ásamt tveimur öðrum sakborningum hafi tekið við tösku sem í var byssa og er Shpetim sagður hafa geymt byssuna fram að morðdeginum. Þá segir enn fremur: