fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Mikil ásókn í hlutabréf Íslandsbanka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ásókn er í hlutabréf í Íslandsbanka en nú stendur yfir útboð á bréfum í bankanum. Gríðarleg umframeftirspurn er eftir hlutabréfunum og er talið líklegt að hagstæð verðlagning á hlutabréfunum skýri það en verðlagningin felur í sér mikinn afslátt miðað við gengi bréfa í Arion banka.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag og hefur hann eftir einum viðmælenda sinna að miðað við viðbrögðin á fyrsta degi útboðsins sé markaðurinn að taka verðlagningunni mjög vel.

Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki tilkynntu að áskriftir hefðu borist fyrir öllum hlutum sem eru í boði í útboðinu á fyrsta degi þess eða fyrir meira en 50 milljarða. Leiðbeinandi verð á hlut er 71 til 79 krónur. Hlutafé er því selt á genginu 0,77 til 0,81 af bókfærðu eigin fé bankans í lok fyrsta ársfjórðungs.

Markaður Fréttablaðsins segir að ef hlutaféð verður selt á genginu 0,81 og ef gengi bréfa í Arion banka sé notað sem viðmið, þá samsvari gengið því að markaðsvirði bankans sé um 1,25 af bókfærðu eigin fé. Ef svo er þá nemur afslátturinn sem er gefin af verði hlutabréfa Íslandsbanka í útboðinu rúmlega 50%.

Markaðurinn segir að rekja megi þessa miklu eftirspurn á fyrsta degi útboðsins til þess að það sé byggt upp þannig að það sé hvati fyrir fjárfesta að skrá sig snemma fyrir sem stærstu hlut og á hærri enda verðbilsins.

Einnig skiptir máli að lágmarksupphæðin sem almennir fjárfestar geta skráð sig fyrir hefur aldrei verið eins lág í hlutafjárútboðum eftir hrun en hún er nú 50 þúsund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt