fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Nota dróna til að finna COVID-19 sjúklinga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 07:05

Þessi dróni tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Malasíu er farin að nota dróna til að finna COVID-19 sjúklinga. Drónarnir eru með tækjabúnað sem mælir hita fólks þegar það er á almannafæri og gera lögreglunni þannig kleift að finna þá sem eru smitaðir. Lögreglan segist einnig ætla að nota dróna til að framfylgja ferðabanni en nú eru harðar sóttvarnaaðgerðir í gildi í landinu vegna fjölgunar smita á undanförnum vikum. Í lok maí greindust rúmlega 9.000 smit á dag að meðaltali.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að drónarnir geti mælt líkamshita fólks úr allt að 20 metra hæð og vitnar þar í Bernama, ríkisfréttastofu landsins.

Dregið hefur úr smitum að undanförnu en Noor Hisham Abdullah, heilbrigðisráðherra, segir að flest ný smit og andlát komi frá óþekktum smitberum og hvetur hann fólk til að halda sig heima.

Nú mega aðeins tveir af hverju heimili fara út fyrir heimilið til að kaupa nauðsynjar, fólk má stunda íþróttir sem krefjast ekki snertingar og fara til læknis nærri heimilinu. Skólar og verslunarmiðstöðvar eru lokaðar en framleiðsluiðnaðurinn starfar með skertum afköstum þar sem færri eru við störf en venjulega.

Lögreglan segist ætla að nota dróna til að framfylgja ferðabanni og einnig munu lögreglumenn heimsækja fólk til að kanna hvort það fari eftir reglum.

Kínverjar eru sagðir hafa notað dróna á síðasta ári í baráttunni við kórónuveiruna. Í myndbandi sem Global Times, sem lýtur stjórn kommúnistaflokksins, birti kemur fram að drónar hafi verið notaðir til að úða handspritti og útvarpa skilaboðum til fólks um að halda sig heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga