Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það eru einhverjir sniðugir að gera okkur grikk og það er mjög erfitt að fylgjast með þessu,“ er hafti eftir Hrafni Jörgenssyni, forstöðumanni laugarinnar. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem lyklaþjófnaður hafi færst tímabundið í vöxt í Grafarvogslaug en það hefur gerst í öðrum laugum.
Þessi þjófnaðarfaraldur er bundinn við karlaklefann en þar eru 110 klefar og hefur því rúmlega helmingi lyklanna verið stolið. Hver lykill og skrá kostar 9.000 krónur og er kostnaðurinn nú orðinn 540.000 krónur.
Taka þarf þessa peninga af rekstrarfé laugarinnar sem er ekki tryggð fyrir þessu.
Hrafn sagði að reynst sé að fylgjast með á hvaða tíma lyklarnir séu að hverfa og hafi starfsfólkið því vísbendingar um hvaða hópur sé að verki. „Undanfarnir dagar hafa verið rólegir og við vonum að brandarinn sé búinn,“ sagði hann.