fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Yfirlýsing Auðs harðlega gagnrýnd af íslenskum netverjum – „Ekki er fólk að éta þetta upp? Wtf?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 7. júní 2021 20:49

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur tónlistarmaðurinn Auður verið ásakaður ítrekað um ofbeldi á samfélagsmiðlum. DV birti í dag frétt um málið væri komið inn á borð Þjóðleikhússins þar sem tónlistarmaðurinn kemur að verkefni.

Fyrr í kvöld brást Auður við fréttinni með því að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Svo virðist sem yfirlýsingin hafi ekki fallið í kramið hjá íslenskum netverjum á samfélagsmiðlinum Twitter.

Auður viðurkenndi í yfirlýsingunni að hafa farið yfir mörk einnar konu. „Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent á af Stígamótum,“ segir hann.

Sjá meira: Þjóðleikhúsið með ásakanir á hendur Auði til skoðunar

Sjá meira: Auður opnar sig um ásakanirnar og viðurkennir að hafa farið yfir mörk

Tónlistarmaðurinn hefur þó verið sakaður um ofbeldi sem einskorðast ekki bara við þetta umrædda atvik. Hann segir að þar sé um að ræða „flökkusögur“ og að þær séu ekki sannar. „Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé.“

„Hann veit alveg upp á sig sökina“

Bæði orðalag Auðs og það að hann einskorði yfirlýsinguna við þessa eina sögu hefur farið illa í marga á Twitter. Þar er hann harðlega gagnrýndur og sagður ekki vera að taka raunverulega ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hefur Auður slökkt á athugasemdunum við yfirlýsinguna sína á Instagram og vilja sumir meina að það sýni að hann viti upp á sig sökina.

Jón Bjarni nokkur, einn vinsælasti Twitter-notandi landsins um þessar mundir, hefur verið afar duglegur þegar kemur að því að tjá sig um mál Auðs undanfarna daga. Hann var fljótur að gagnrýna yfirlýsinguna og sagði tónlistarmanninum til að mynda að reyna aftur og vísaði svo í lag rapparans Birgis Hákonar, Haltu kjafti. 

Nokkuð af tónlistarfólki hefur einnig gagnrýnt yfirlýsinguna. Rapparinn Daniil og tónlistarkonurnar Hildur Kristín Sverrisdóttir og Unnur Eggertsdóttir eru í hópi þeirra sem birtu gagnrýni sína á Twitter.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri færslur sem birtar hafa verið í kjölfar yfirlýsingarinnar:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt