fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Íslensk móðir veiddi Snapchat-perra í gildru – Reyndi að tæla ólögráða barn – „Svo Gradur i thig unga saeta pjollustelpa“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlar eru ýmsum kostum gæddir en notkun slíkra miðla fylgir þó einnig hætta, einkum stafar börnum og unglingum hætta af slíkum miðlum þar sem eldri aðilar geta greiðlega sett sig í samband við þau í annarlegum tilgangi.

Notandi á Snapchat sem kveðst vera íslenskur karlmaður á sjötugsaldri hefur verið að setja sig í samband við ólögráða stúlkur. Þar viðhefur við þær kynferðislegt tal og reynir að mæla sér mót við þær.

Deda Oddsdóttir frétti af þessum manni í gegnum son sinn á unglingsaldri en vinkonur sonarins höfðu lent í umræddum manni. Deda ákvað þá að grípa til sinna eigin mála og kanna nákvæmlega hvernig samskipti maðurinn var að eiga við ólögráða börn.

Hún vingaðist við hann á Snapchat og þóttist vera sextán ára stúlka.

„Sonur minn er að verða 15 ára, vinkona hans var að ræða við hann um þennan mann, hvað hann var að senda henni og ég eiginlega bað hann um að gefa mér notendanafnið til að fá spjalla við hann sjálf,“ segir Deda í samtali við DV.

Hún segir það hafa verið mjög óþægilegt að eiga í þessum samskiptum vitandi það að maðurinn taldi sig vera að tala við barn. Frænka hennar spilaði sama leikinn en gekk þó nokkru lengra og sagðist vera 7 ára gömul. Það virtist heldur ekki stöðva manninn.

Hér má lesa nokkra hluta úr samtali Dedu við manninn:

M: Hot for your tight juicy pussy babe. Ertu heit stelpa

D: Ég er mjög heit. Sá þig bara og ákvað að prufa að adda. Hvað ertu gamall? 

M: Ok 64:Ara madur sem sagdur er myndarlegur og godur madur. Svo mikid Gradur ad Thad halfa vaeri nog babe.

D: Ó…ég er bara 16

M: Ok segir mer bara 18 ok. Svo Gradur i thig unga saeta pjollustelpa

D: Hvernig veistu að ég er sæt? 

M: Finn Thad á mer huglaeg hugsanatengsl

D: Ertu sonna skiggn? 

M: Held Thad, mamma var skyggn og eg erfdi eigonleikann

Það virtist þó ekki fæla manninn frá að viðmælandi hans væri undir lögaldri, þó það kæmi ítrekað fram. Engu að síður reyndi hann að mæla sér mót við hana á gistiheimili í miðbænum.

Ma: Viltu Kynlif unga gella. Med kallinum

D: Má það? 

M: Thu raedur ferd og segir mer 18

D: Eeeenn þú veist að ég er 16

M: Nei sagdir mer 18 hmmmm.  Grod ad koma til min saeta

D: Ég kemst ekki neitt, ég er ekki með bílpróf

M: Straeto a Hlemm svo 7-8 minutur ad labba

Deda „samþykkti“ að hitta hann, en að sjálfsögðu fór hún ekki og hitti hann í raun og veru. Hann virðist hafa beðið og svo áttað sig á því að hún væri ekki að koma.

M: Vona að Thu sert ekki imyndunin ein babe.

M: Ad koma astin min.

M :Er a utkiki. 

M: Hmmm ekki tho svikapika???

Deda ákvað þá að segja honum til syndanna. Þá kvaðst hann vera giftur konu sem væri 42 ára.

D: Hveru oft hittir þú ungar stelpur? 

M: Sjaldan!!!

D: Hversu oft? 

M: Naer aldrei NEMA konuna !!! Hvar ertu nuna stelpa

D: Hvað meinar þú með því ?

M: Bara eins og ordin tala. Konan min er 22 arum yngri en eg 42. Beauty. 

D: Núnú… hvað finnst henni um að þú sért að sækjast eftir 16 ára smástelpum? 

M: Leyndo okkar tveggja her a Islandi. 

D: Þín og konunnar þinnar? 

M: Nei mitt og thitt

D: Hver segir að ég komi ekki til með að hafa samband við konuna þína? 

M: Thad veit eg ekki. Svikapika ertu. Puff eins og margar her Snapchat. 

D: Svikapíka? Ekki er það ég sem er að tæla ungar stelpur til kynmaka

Deda tilkynnti honum svo að samskiptin væru nú komin til lögreglunnar.

M: Drusla. Sofdu rott.

D: Hahahaha æj elsku kallinn fær ekki að misnota ungar stelpur..agalegt.

M: Geri thad aldrei sorry

D: Það eru fleiri dömur þrna úti sem þú hefur talað við.. hinkraðu bara augnablik, það kemur að skuldadögum. 

Eftir að Deda sagði honum að hún hefði skilað samskiptunum til lögreglunnar virtist maðurinn reiðast. Meðal annars sagði hann henni að leita á geðdeild.

Deda segist halda að umræddur maður hafi áður verið til umfjöllunar í fjölmiðlum fyrir að reyna að mæla sér mót við ólögráða einstaklinga. Bæði passi nafnið sem hann hafi notað sem og aldurinn sem er gefinn upp.

Deda segir það ógnvekjandi raunveruleika að svona menn hafi greiðan aðgang að börnum undir lögaldri í gegnum samfélagsmiðla. Unglingar og börn séu oft ekki að huga að því hverjum þau séu að bæta við á vinalista þar sem mörgum þyki það ákjósanlegt að hafa sem flesta fylgjendur.

Unglingsstúlkur séu gjarnan að deila þar myndum þar sem þær eru fáklæddar, í anda Instagram áhrifavalda, án þess að gera sér grein fyrir að slíkt myndefni gæti hafnað í höndum óprúttinna aðila með annarlegar hvatir.

Því vill hún vekja athygli á þessu og vara fólk við.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“