fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Níu leikmenn Víkings Ó. náðu jafntefli gegn Þór

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Ólafsvík tók á móti Þór í 5. umferð Lengjudeildar karla í dag. Jafntefli varð niðurstaðan þrátt fyrir að heimamenn hafi endað með níu leikmann inni á vellinum.

Sölvi Sverrisson kom gestunum yfir á 10. mínútu. Kareem Isiaka jafnaði fyrir Víkinga skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Þór náði þó aftur forystunni fyrir leikhlé þegar Jakob Snær Árnason skoraði. Staðan í hálfleik var 1-2.

Eftir um fimm mínútur í seinni hálfleik fékk Emmanuel Eli Keke, leikmaður Víkings, rautt spjald þegar hann braut af sér sem aftasti maður. Stuttu síðar fékk Þór víti en Alvaro Montejo tókst ekki að skora úr því. 20 mínútum síðar fékk markaskorari heimamanna, Isiaka, rautt spjald. Víkingar orðnir níu gegn ellefu. Þeim tókst þó að jafna leikinn á 80. mínútu. Þar var að verki Marteinn Theodórsson. Lokatölur 2-2. Afar dapurt hjá Akureyringum að klára þennan leik ekki tveimur fleiri.

Þór er í sjöunda sæti deildarinnar með 7 stig. Víkingur er á botninum en þetta var þeirra fyrsta stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telma til skoska stórliðsins

Telma til skoska stórliðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Í gær

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City
433Sport
Í gær

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?