fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

2. deild karla: Reynir og Haukar með stórsigra – Jafnt annars staðar

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í 5. umferð 2. deildar karla í dag.

Öruggt hjá Haukum á Ásvöllum

Haukar tóku á móti Magna og unnu góðan sigur.

Sander Jonassen Foro kom þeim yfir á 35. mínútu. Tómas Leó Ásgeirsson bætti við marki um miðjann seinni hálfleik. Gísli Þröstur Kristjánsson gulltryggði svo sigur Hauka með þriðja markinu fimm mínútum síðar. Lokatölur 3-0.

Haukar eru í sjöunda sæti deildarinnar með 7 stig. Magni er með 4 stig í níunda sæti.

Jafnt fyrir austan

Fjarðabyggð og Njarðvík gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli þeirra fyrrnefndu.

Arnór Sölvi Harðarson kom heimamönnum yfir á 73. mínútu. Andri Fannar Freysson jafnaði úr vítaspyrnu á 85. mínútu.

Njarðvík er í sjötta sæti með 7 stig. Fjarðabyggð er í ellefta sæti með 2 stig.

Reynir burstaði Völsung

Reynir Sandgerði vann stórsigur gegn Völsungi á heimavelli sínum.

Hörður Sveinsson kom þeim yfir seint í fyrri hálfleik. Magnús Þórir Matthíasson bætti við öðru marki eftir klukkutíma leik. Kifah Moussa Mourad minnkaði muninn fyrir Völsung stuttu síðar. Hörður var svo aftur á ferðinni með þriðja mark Reynis aðeins mínútu síðar. Kristófer Páll Viðarsson og Elfar Máni Bragason bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 5-1.

Reynir er í þriðja sæti með 9 stig. Völsungur er í áttunda sæti með 7 stig.

Markalaust fyrir norðan

KF og Þróttur Vogum gerðu markalaust jafntefli á heimavelli þeirra fyrrnefndu.

KF er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig. Þróttur er í því þriðja með stigi minna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telma til skoska stórliðsins

Telma til skoska stórliðsins
433Sport
Í gær

Ætla ekki að reka ástralann

Ætla ekki að reka ástralann
433Sport
Í gær

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City
433Sport
Í gær

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool tjáir sig um stöðuna – „Það er önnur umræða“

Leikmaður Liverpool tjáir sig um stöðuna – „Það er önnur umræða“