Fram tók á móti Vestra í 5. umferð Lengjudeildar karla í dag. Heimamenn unnu öruggan sigur.
Fred Saraiva kom Fram yfir á 25. mínútu leiksins. Það var eina mark fyrri hálfleiksins.
Kyle McLagan tvöfaldaði forystu heimamanna eftir tæpan klukkutíma leik. Guðmundur Magnússon gerði svo út um leikinn með þriðja marki Fram á 77. mínútu.
Þegar tíu mínútur lifðu leiks fékk Vestri tækifæri til að minnka muninn en þá brenndi Kundai Benyu af vítaspyrnu. Guðmundur skoraði svo sitt annað mark stuttu síðar. Lokatölur 4-0 fyrir fram.
Fram er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Vestri er í áttunda sæti með 6 stig.