fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Plús og mínus: Flott miðvarðapar – Lítið að frétta fram á við

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júní 2021 22:28

Hjörtur Hermannsson (fyrir miðju).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann sigur á Færeyjum í vináttulandsleik í kvöld. Leikurinn var nokkuð dapur heilt yfir. Hér neðst í fréttinni má sjá nokkuð af því sem Twitter hafði upp á að bjóða eftir leik.

Færeyjar voru betri í fyrri hálfleiknum og stjórnuðu leiknum. Staðan í hálfleik var þó markalaus.

Mikael Neville Anderson skoraði svo eina mark leiksins á 70. mínútu með frábæru skoti eftir góðan undirbúnings Birkis Bjarnasonar og Alberts Guðmundssonar.

Plúsar og mínusar úr leiknum eru hér fyrir neðan.

Plús

Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason halda áfram að mynda virkilega öflugt miðvarðapar. Báðir voru virkilega traustir í kvöld. Þeir lofa góðu upp á framhaldið enda eiga þeir báðir nóg af árum eftir í boltanum.

Birkir Bjarnason var mjög góður í kvöld og í hlutverki þegar íslenska liðið gerði sig líklegt fram á við, sem var sjaldan.

Innkoma varamannanna, þá sérstaklega Alberts Guðmundssonar og Mikaels Neville Andersonar, var  öflug. Albert lagði einmitt upp eina mark leiksins á Mikael.

Mínus

Íslenska liðið átti erfitt með að ná upp góðu spili í leiknum. Það varð til þess að ógnin fram á við var virkilega lítil.

Kolbeinn Sigþórsson og Ísak Bergmann Jóhannesson fylgdu hvorugir eftir góðum frammistöðum gegn Mexíkó í síðasta leik. Kolbeinn klúðraði úr algjöru dauðafæri og Ísak komst lítið í boltann. 

Færeyska liðið virtist geta haldið boltanum að vild í fyrri hálfleik. Þeir fengu alltof mikið pláss.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“

Áhrifavaldurinn heimsfrægi fór langt yfir strikið í beinni útsendingu: Minnti hann á frægt framhjáhald – ,,Börnin mín líta upp til hans“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telma til skoska stórliðsins

Telma til skoska stórliðsins
433Sport
Í gær

Ætla ekki að reka ástralann

Ætla ekki að reka ástralann
433Sport
Í gær

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City
433Sport
Í gær

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool tjáir sig um stöðuna – „Það er önnur umræða“

Leikmaður Liverpool tjáir sig um stöðuna – „Það er önnur umræða“