Yfirkjörstjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík ætlar ekki aðhafast frekar vegna athugasemda framboða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Diljár Mistar Einarsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Líkt og flestir vita eru Guðlaugur og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eru nú í baráttu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Í dag var greint frá því að þau Guðlaugur og Diljá hefðu kvartað yfir Magnúsi Sigurbjörnssyni, bróður og kosningastjóra Áslaugar Örnu vegna aðgangs hans að mikilvægum gögnum. Hann átti að hafa haft aðgang að flokksskrá Sjálfstæðisflokksins, þ.e. nákvæmar og stöðugt uppfærðar upplýsingar um flokksmenn, í aðdraganda prófkjörsins og eftir að framboðsfrestur í prófkjörinu rann út.
Í tilkynningunni kemur fram að yfirkjörstjórn hafi farið yfir innskráningar Magnúsar í umrædda flokksskrá. Síðast hafi hann farið inn þann 10. maí. Og var sú innskráning að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem Magnús vann að.