Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað Völsung vegn ummæla sem forráðamaður og stuðningsmaður félagsins, Óskar Páll Davíðsson lét falla á Twitter í tengslum við Hauka og Völsungs í 2. deild karla þann 21. maí 2021.
Óskar lét þá ummælli falla á Twitter sem Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ sendi til aga og úrskurðarnefndar sambandsins. „Hvernig í andskotanum er þetta seinna gula fyrir dýfu ???? #fotboltinet plís einhver að svara mér!! @gudnibergs taka þennan dómara af launaskrá takk. Almáttugur hvað þetta er slakt jesus minn“,“ skrifaði Óskar í fyrstu færslu sinni á Twitter.
Jóhann Atli Hafliðason dæmdi leikinn sem endaði með 3-3 jafntefli á Ásvöllum í Hafnarfirði. „Ekki nóg með það þegar hann fær fyrra gula þá er hann að spjalda vitlausan mann. Það er annar leikmaður sem sparkar í boltann en Jói bangsímon flautar bara eitthvað. Afhverju er þetta svona sumar eftir sumar í Íslensku deildunum? @gudnibergs nú þarf að fara rífa í gikkinn.“
Reiðin rann ekki af Óskari sem hélt áfram og kallaði Jóhann meðal annars trúð og sagi hann feitan. „Pælið í því að leikmenn æfa eins og tittlingar í einhverja 10 mánuði fyrir þetta í -2 gráðum svo koma einhverjir trúðar með flautu og stærri bumbu en ég og gera bara eitthvað. Til hvers erum við að standa í þessu ef að hvaða endaþarmur sem er getur fengið að jogga um með flautu.“
Völsungur á Húsavík fékk 75 þúsund króna sekt vegna málsins en félagið tók Óskar á teppið vegna þess. „Við höfum tekið þetta fyrir hjá okkur og rætt við umræddan aðila. Þetta mun því ekki koma fyrir aftur og byðjumst við velvirðingar á þessu.“
Óskar Páll er virkur dómari hjá knattspyrnudeild Völsungs og sitji í fjölmiðlaráði meistaraflokka Völsungs.