fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

„Höggið er þungt og söknuður af góðum dreng mikill“

Þórlaugur Ragnar lést í umferðarslysi rétt fyrir jól

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þórlaugur hafði æft bæði handbolta og fótbolta með KA og var vinamargur innan félagsins. Höggið er þungt og söknuður af góðum dreng mikill, stórt skarð er höggvið í okkar litla samfélag,“ segir í stuttri minningargrein á heimasíðu KA um Þórlaug Ragnar Ólafsson sem lést í umferðarslysi þann 22. desember síðastliðinn.

Þórlaugur var aðeins átján ára þegar hann féll frá en hann lenti í árekstri við vörubifreið skammt fyrir utan Akureyri síðdegis þann 22. desember. „KA sendir fjölskyldu, vinum og aðstandendum Þórlaugs innilegar samúðarkveðjur og viljum við benda á reikning sem hefur verið stofnaður fyrir fjölskyldu Þórlaugs,“ segir á heimasíðu KA en reikningsupplýsingarnar má sjá hér neðst í fréttinni.

Í viðtali við DV.is þann 27. Desember síðastliðinn sagði móðursystir Þórlaugs að hann hafi verið góðhjartaður ungur maður sem hefði gert allt fyrir alla. „Þórlaugur kvaddi þennan heim alltof ungur. Ég átti margar stundir með þessum yndislega pilti. Hann var fyrirmyndardrengur. Drakk ekki, reykti ekki, hugsaði vel um peningana sína og kom mörgum vinum sínum til hjálpar,“ sagði móðursystir hans, Kolbrún Eva Helgadóttir.

Hún sagði Þórlaug hafa verið gull af manni og verið þeim systrunum sem lítill bróðir. Einnig hafi hann verið duglegur að annast litlu frændsystkini sín. Þórlaugur var annað barnabarnið í röðinni af 14 og sérstakur vinur móðurafa síns sem syrgir hann sárt.
„Hann var foreldrum mínum sem sonur. Pabbi og Þórlaugur voru félagar frá upphafi til enda. Þórlaugur var besti vinur föður míns. Þeir brölluðu mikið saman. Meira að segja á unglingsárunum Þórlaugs.“
Fyrir hönd foreldra Þórlaugs stofnaði Kolbrún styrktarreikning.
„Það ætti enginn að þurfa að bera barnið sitt til grafar og alls ekki þurfa að hugsa um kostnað. Ég vil að Þórlaugur fái fallega útför. Þið sem getið það yrði rosalega gott að fá hjálp ykkar,“ sagði hún en Þórlaugur verður jarðsettur næstkomandi mánudag.

Reikningsnúmer: 566-04-250192
Kennitala: 0601814389

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt