fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Fyrsta tilfelli H10N3 fuglaflensu staðfest í manni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 06:48

Veiruna er að finna í fiðurfénaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

41 árs Kínverji hefur greinst með fuglaflensuna H10N3. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til að maður hafi smitast af þessu afbrigði fuglaflensu.

Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu þetta í gær. Maðurinn, sem býr í Zhenjiang í austurhluta Jiangsu, var lagður inn á sjúkrahús með hita og fleiri sjúkdómseinkenni. Hann greindist með H10N3 þann 28. maí. Ekkert kom fram um hvernig hann smitaðist.

H10N3 veldur ekki neinum sérstökum veikindum og er því í flokki minna alvarlegra fuglaflensuafbrigða.

Líðan mannsins er ágæt og hann verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi fljótlega. Ekki fundust nein smit hjá þeim sem hann hafði umgengist.

Mörg afbrigði fuglaflensu grassera í Kína en mjög sjaldgæft er að fólk smitist, helst er það fólk sem vinnur með fiðurfénað sem smitast.

Ekki hefur þó verið um nein stór hópsmit að ræða síðan H7N9 varð um 300 manns að bana 2016 og 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin