„Takk, ég er mjög ánægður,“ sagði Egill Helgason fjölmiðlamaður er DV óskaði honum til hamingju með orðu sem franska ríkið veitti honum í dag – Ordre natinal du mérite. Orðan var veitt í franska sendiráðinu í dag og auk hennar fékk Egill afhent viðurkenningarskjal undirritað af Macron, forseta Frakklands.
Þessa viðurkenningu fær Egill fyrir að hafa stuðlað að útbreiðslu franskrar menningar á Íslandi. Egill hefur verið óþreytandi við að taka viðtöl við framlínufólk Frakklands á hinum ýmsu sviðum í gegnum tíðina. Viðmælandalistinn er ansi fjölbreyttur og inniheldur meðal annars forseta, rithöfund og knattspyrnustjörnu:
„Eru orðnir ansi margir sem hef hitt, allt frá Mitterrand og Platini til Michel Houellebecq,“ segir Egill, hæstánægður með þessa viðurkenningu.