fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

,,Voru að reka fólk á ganginum, kveðja og gráta þegar ég kom“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason er mættur aftur til KR eftir sjö ár í atvinnumennsku. Hann var gestur í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í dag. 

Kjartan er mjög ánægður með að vera kominn aftur heim í Vesturbæ. ,,Það er bara mjög gaman, spennandi. Mig langaði alltaf að koma heim og spila í nokkur ár þannig það er bara skemmtilegt að ég komst heim núna, áður en glugginn lokaði og get verið með.“

Atvinnumenskan ótrúlegt ævintýri

Framherjinn fór frá KR 2014 og hélt út til Horsens. Hann spilaði svo einnig með Vejle og Esbjerg í Danmörku sem og Ferencvaros í Ungverjalandi. Hann er þakklátur fyrir tímann í atvinnumennsku.

,,Ótrúlegt ævintýri og miðað við hvaða stað ég var á, meiðsli og annað, þá fékk ég ansi margar skemmtilegar upplifanir. Búinn að prófa Danmörku, Búdapest í smástund og nokkur lið þannig að þetta fer allt í bankann.“

Kom ekki mikið á óvart að nýju eigendurnir hafi látið Ólaf fara

Á síðustu leiktíð lék Kjartan með Esbjerg. Liðið ætlaði sér upp um deild en tókst það að lokum ekki. Leikmaðurinn segir nokkra hluti hafa spilað inn í það að liðið hafi ekki náð markmiðum sínum.

,,Það voru eigendaskipti og það var svona smá órói og svo eru hin liðin góð, það má ekki gleyma því. Silkeborg var með frábært lið og spila á sínum gervigrasvelli svona örðuvísi fótbolta og þeir komust bara á ‘run’ og það var erfitt að halda í við þá. Svona er þetta bara stundum. Það gekk ekki upp í þetta skiptið en ég vona bara að þeim gangi sem allra best.“

Kjartan lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg. Hann talar virkilega vel um hann sem þjálfara.

,,(Hann er) ‘professional’ og kann sitt fag. Hann á klárlega heima í svona flottu, ‘professinal’ umhverfi þar sem honum líður vel. Það komu nýjir eigendur inn, einhver amerísk keðja sem ætlar að fara að umturna öllu. Svona er þetta stundum.“

Þarna kom Kjartan inn á nýja eigendur liðsins sem létu Ólaf taka pokann sinn í vor. Það kom Kjartani ekki mikið á óvart.

,,Ég var svosem ekkert að pæla í því. Ég var meira að hugsa um mig og liðið. Nei, ef maður horfir á það þá held ég að þeir hafi gert þetta hjá öllum klúbbum. Þeir eiga klúbb í Belgíu og Englandi og fá sinn mann inn og eru með eitthvað ‘concept’ þannig ég skipti mér ekki af því.“

Kjartan Henry Finnbogason

Réttur tími til að koma heim:

Að sögn Kjartans var árið í ár góður tímapunktur til þess að koma aftur heim til Íslands.

,,Fjölskykdan og krakkarnir, konan mín komin með góða vinnu hér heima og ég ennþá í góðu standi og hef helling fram að færa þannig mér fannst það ekkert vitlaust. Auðvitað hefði maður kannski viljað kannski hanga lengur úti og það hefði alveg verið möguleiki en að koma heim í fljúgandi formi og krakkarnir koma sér vel fyrir. Það er númer eitt, tvö og þrjú núna.“

Fólk var að kveðja og gráta á ganginum þegar Kjartan mætti

Kjartan hafði áður farið út í atvinnumennsku en kom aftur heim í KR árið 2010. Hann segist mjög stoltur af því að hafa náð að komast aftur út og eiga góðan feril.

,,Ég gæti nú talað um það í langan tíma, allt sem ég fór í gegnum. Ég er mjög stoltur, þakklátur fyrir það að hafa komist aftur út og lent á frábærum þjálfara í Bo Henriksen sem gerði alveg svakalega mikið fyrir mig. Þegar ég kom til Horsens þá voru þeir ‘bottom’ klúbbur í næstefstu deild að verða gjaldþrota. Voru að reka fólk á ganginum, kveðja og gráta þegar ég kom. Ég bara ‘hvað er að gerast hérna?’ Svo bara fórum við upp og ég var markahæstur og þvílík hamingja. Svo héldum við okkur uppi í síðasta leik og ég aftur markahæstur. Svo urðum við í topp sex og fengum að spila á móti Bröndby og FCK fjórum sinnum eða eitthvað. Midtjylland og þessum stóru klúbbum. Það er fullt af skemmtilegum mómentum þar og að fara síðan til Ungverjalands, í annan heim, til Ferencvaros sem er líka risa, risa klúbbur. Það var ótrúleg upplifun og Búdapest, gaman að búa þar, bara upplifun. Ég er búinn að lenda í ýmsu, læra helling og vonandi get ég bara nýtt mér það í framtíðinni.“

Sér ekki eftir neinu

Kjartan fór frá Vejle síðasta vetur og var viðskilnaðurinn slæmur. Hann hafði þá gagnrýnt eigendur liðsins í viðtali. Hann sér þó ekki eftir neinu.

,,Eftir á er bara gaman að hafa lent í þessu. Ég er bara þannig gerður að ég segi það sem mér finnst og ég er ekkert að fara að breytast þar. Ég hafði helling til míns máls en það er bara svona. Þegar þú ert með eigenda sem er að reyna að fikta í hlutunum þá endar það yfirleitt á einn veg, að leikmennirnir fara. Ég á frábærar minningar þaðan, frábær klúbbur og ég er búinn að eignast vini fyrir lífstíð þar þannig að ég sé ekki eftir neinu.“ 

Getty Images

Kom bara eitt lið til greina

Áður en ljóst var að Kjartan færi í KR var hann orðaður við Val. Hann segir það þó aldrei hafa komið til greina.

,,Það kom bara eitt lið til greina. Það kom bara eitt lið til greina. Ég talaði bara við einn klúbb og það var KR. Það var alveg nóg fyrir mig.“

Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi, spurði Kjartan út í það hvað það væri við KR sem mörgum þætti svo heillandi eftir að hafa verið þar.

,,Aumingja þeir sem hafa ekki upplifað það,“ svarði Kjartan þá léttur. Það er bara saga, rótgróið félag, erfitt að lýsa því. Ég er náttúrulega uppalinn þarna, búnir að selja mig tvisvar og fara upp alla yngri flokkanna. Það er kannski erfitt fyrir mig að segja af þvó að ég þekki ekkert annað en maður hefur alveg tekið eftir því að menn sem að kannski koma og þetta er eitthvað smitandi.“

Hefur breyst og orðið að meiri liðsmanni

Leikmaðurinn finnur ekki mjög mikinn mun á boltanum hér heima frá því að hann fór. Hann segist þó sjálfur hafa breyst sem knattspyrnumaður.

,,Mér finnst umfjöllunin mjög fín. Ég var náttúrulega ungur og var að spila bara á vinstri kanti þarna upp og niður þannig að það er svona kannski aðeins öðruvísi fyrir mig að koma inn núna. Ég er ekki í þessari keppni um að skora og vera bestur, það skiptir mig minna máli núna. Nú bara snýst þetta um að vinna leikina og það er það sem ég reyni að fókusera á.“

Kjartan segist vera orðinn meiri leiðtogi og liðsmaður en hann var áður.

,,Ég náttúrulega er eldri og búinn að ná mér inn hellings reynslu sem að þú kaupir ekki úti í búð. Þegar ég var hérna fyrir sjö árum síðan var ég náttúrulega að ‘aima’ á landsliðið og að komast út aftur, reyna að sanna mig og sína mig, reyna að skora og vera aðalkallinn. Núna er ég bara að koma heim og hjálpa og það er bara skemmtilegt. Svo lengi sem ég get skorað sjálfur og fókuserað á að hjálpa liðinu, þá er ég ánægður. Mér er alveg sama um að skora svo lengi sem við vinnum. Ég er með mín markmið og er ekki nærri því hættur.“ 

Þrátt fyrir að vera 34 ára gamall er Kjartan í toppstandi. Hann segist hugsa mjög vel um sig og vera búinn að læra betur inn á líkama sinn.

,,Bara hugsa vel um mig, þekki líkamann minn betur. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir hvert skipti sem ég fer á æfingu þá bara er ég spenntur og finnst gaman. Ég lenti í mjög erfiðum meiðslum, var meiddur í tvö ár og tvær aðgerðir á hné og það var búið að segja að þetta gengi ekki upp og eitthvað. Það er oft sem maður heldur að maður sé að missa af einhverju eða eitthvað gerist þá fer maður að meta það. Ég hugsa bara ótrúlega vel um mig og hleyp alla í kaf.“

Lengd samningsins skiptir engu máli

Kjartan fékk þriggja ára samning hjá KR. Það vakti athygli þegar eigandi Helsingör í Danmörku gagnrýndi lengd samningsins. Leikmaðurinn kippti sér þó ekki upp við það.

,,Ég sá þetta eitthvað. Ég meina þriggja ára, tveggja ára, eins árs. Það skiptir engu máli. Fólk veit ekkert hvað stendur í þessum samning og hvort að hann sé uppsegjanlegur eftir eitthvað ákveðið. Ég get sagt það aftur að um leið og ég er farinn að hafa neikvæð áhrif mun ég hætta. KR er mitt heimili, minn klúbbur þannig þetta verður ekkert vandamál.“

Ætlar að kom með titla aftur í KR 

Kjartan mjög ánægður með starfið hjá KR og þá leikmenn sem eru hjá félaginu.

,,Mér finnst við bara vera með mjög gott lið. Stráka sem eru ekkert eðlilega góðir en það hefur kannski þurft eitthvað smá spark. Einhvern svona leiðinda gæa sem að hraunar yfir þá eða ef þeir eru í þægindarammanum að peppa þá. Við erum með mjög gott lið og bara finnst mér spennandi að ná að kreista fram það allra besta úr þeim og Rúnar (Kristinsson, þjálfari KR) er náttúrulega frábær í því. Fær það besta úr öllum og allir eru tilbúnir að leggja á sig hundrað prósent vinnu fyrir hann.“

Að lokum bætti hann við að hann ætlaði sér að koma með titla aftur í KR.

,,Ég kvaddi með einum bikarmeistaratitli og það á að vera svoleiðis í KR. Við kannski segjum að við ætlum að vera með í toppbaráttunni og eitthvað svoleiðis, það vilja allir vinna. En það er bara erfitt, það er fullt af góðum liðum. Svona eiga íþróttir að vera. Við erum KR og stefnum að því að vinna titla. Það er ekkert flóknara en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?